Vísindaleg flokkun

(Endurbeint frá Flokkunarkerfi lífvera)

Vísindaleg flokkun er flokkun sem líffræðingar beita til að flokka lifandi og útdauðar lífverur. Nútíma flokkun á rætur sínar að rekja til verka Carl von Linné sem flokkaði lífverur samkvæmt sameiginlegum útlitseinkennum. Carl von Linné var grasafræðingur og byggði flokkun sína á plöntum einkum á fjölda fræfla. Hann kom einnig fram með tvínafnakerfið. Flokkunarkerfið byggir á stigskiptri flokkun þannig að skyldar tegundir mynda saman ættkvíslir, skyldar ættkvíslir mynda ættir o.s.frv. Þessi flokkun hefur verið endurbætt síðan Charles Darwin kom fram með þróunarkenningu sína.

Meðfylgjandi er dæmi um venjulega flokkun á fimm tegundum en þær eru: Ávaxtafluga (Drosophila melanogaster) sem er svo algeng í erfðafræðirannsóknastofum, maður (Homo sapiens), gráerta (Pisum sativum) sem Gregor Mendel notaði við uppgötvanir sínar í erfðafræði, berserkjasveppur (Amanita muscaria) og E. coli bakterían (Escherichia coli). Hinir átta flokkar eru feitletraðir. Einnig koma fram undirflokkar.

Flokkur Ávaxtafluga Maður Gráerta Berserkjasveppur E. coli
Lén Heilkjörnungar Heilkjörnungar Heilkjörnungar Heilkjörnungar Gerlar
Ríki Dýraríki Dýraríki Plönturíki Svepparíki
Fylking Liðdýr Seildýr Dulfrævingar Basidiomycota Proteobacteria
Undirfylking Sexfætlur Hryggdýr Magnoliophytina Agaricomycotina
Flokkur Skordýr Spendýr Tvíkímblöðungar Agaricomycetes Proteobacteria
Undirflokkur Vængberar Legkökuspendýr Magnoliidae Agaricomycetidae Gammaproteobacteria
Ættbálkur Diptera Primatar Fabales Agaricales Enterobacteriales
Undirættbálkur Brachycera Haplorrhini Fabineae
Ætt Drosophilidae Hominidae Fabaceae Amanitaceae Enterobacteriaceae
Undirætt Drosophilinae Homininae Faboideae
Ættkvísl Drosophila Homo Pisum Amanita Escherichia
Tegundir D. melanogaster H. sapiens P. sativum A. muscaria E. coli

Tenglar

breyta
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.