Reifasveppir

(Endurbeint frá Amanita)

Serkir eða reifasveppir (fræðiheiti: Amanita) eru ættkvísl hattsveppa sem telur nokkrar af eitruðustu sveppategundum heims. Reifasveppir eru valdir að 95% dauðsfalla vegna sveppaeitrunar í heiminum, en grænserkur (Amanita phalloides) er einn valdur að um helmingi þeirra. Þessir sveppir innihalda ýmsar gerðir eiturs, en það öflugasta er alfaamanítín. Nokkrir reifasveppir, eins og t.d. hinn eftirsótti keisaraserkur (Amanita caesarea), eru vel ætir og bragðgóðir en sumt sveppatínslufólk forðast ættkvíslina alveg vegna þess hve margar hættulega eitraðar tegundir tilheyra henni.

Serkir
Grænserkur (Amanita phalloides) & Amanita citrina (vinstri/gulur) Albin Schmalfuß, 1897
Grænserkur (Amanita phalloides)
& Amanita citrina (vinstri/gulur)
Albin Schmalfuß, 1897
Vísindaleg flokkun
Ríki: Sveppir (Fungi)
Fylking: Kólfsveppir (Basidiomycota)
Flokkur: Homobasidiomycetes
Undirflokkur: Beðsveppir (Hymenomycetes)
Ættbálkur: Hattsveppir (Agaricales)
Ætt: Serksætt (Amanitaceae)
Ættkvísl: Amanita
Pers.
Tegundir

um 600, sjá grein

Samheiti

Aspidella

Serkir mynda stóran æxlihnúð með hatti. Gróbeðurinn er í lagi af fönum neðan á hattinum. Eitt helsta einkenni reifasveppa er að stafur þeirra er með bæði hring og slíður. Hringurinn efst á stafnum eru leifar af fanhulu, en slíðrið við rótina eru leifar af himnu (reifum) sem hylur allan sveppinn meðan hann er ungur. Á hattinum sjást líka oft leifar af þessari himnu, eins og á greinilegum hvítum skellunum á rauðum hatti berserkjasvepps (Amanita muscaria).

Nokkrar reifasveppategundir

breyta
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.