Ávaxtafluga einnig þekkt sem Bananafluga (fræðiheiti: Drosophila melanogaster) er skordýr af geirflugnaætt.

Ávaxtafluga
Karldýr Drosophila melanogaster
Karldýr Drosophila melanogaster
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Liðdýr (Arthropoda)
Flokkur: Skordýr (Insecta)
Ættbálkur: Tvívængjur (Diptera)
Ætt: Geirflugnaætt (Drosophilidae)
Undirætt: Drosophilinae
Ættkvísl: Drosophila
Undirættkvísl: Sophophora
Species group: melanogaster-hópur
Tegundir: melanogaster-undirhópur
Species complex: melanogaster complex
Tegund:
D. melanogaster

Tvínefni
Drosophila melanogaster
Meigen, 1830[1]

Útlit

breyta
 
Kvenfluga vinstramegin og karlfluga hægramegin

Ávaxtaflugur eru með rauð augu og gulbrúnar á lit með svarta hringi. Kvendýrin eru um 2.5 mm löng og karldýrin eru örlítið minni og bak þeirra er dekkra. Auðvelt er að kyngreina ávaxtaflugur á litamun.

Lífshlaup

breyta
 
Villt ávaxtafluga (vinstri) hefur skynjara á meðan fluga með skynjara stökkbreytingu hefur aukafót í staðinn fyrir skynjara.

Þroski ávaxtaflugu ræðst af hitastigi. Þroski (egg til fullvaxta flugu) tekur skemmstan tíma eða 7 daga við 28 °C. Þroski tekur lengri tíma við hærra hitastig (30 °C, 11 daga) vegna streitu við svo háan hita. Bestu skilyrðin eru við 25 °C 8,5 daga, við 18 °C tekur þroskinn 19 daga. Þroskatíminn lengist ef mergð flugna er mikil. Kvendýr verpa 400 eggjum, um fimm í einu inn í rotnandi ávöxt eða aðra hentuga staði t.d. rotnandi sveppi. Eggin sem eru um 0,5 mm löng klekjast út eftir 12-15 klukkustundir (við 25 °C). Lirfran vex í 4 daga (við 25 °C) og nærist á meðan á örverum sem valda rotnun ávaxtarins sem og af sykri hans. Lirfan púpar sig og eftir fjóra daga (við 25 °C) koma fullorðnar flugur úr púpunum.

Kvendýrin verða frjó um 8 - 12 klukkustundum eftir að þær skríða úr púpu.

Rannsóknir

breyta

Ávaxtaflugan er sú lífvera sem mest hefur verið rannsökuð. Ástæður eru þessar:

  • Flugan er lítil og auðveld í ræktun á tilraunastofum
  • Flugan fjölgar sér hratt (eftir 2 vikur) og eignast fjölda afkvæma (kvendýr verpa >800 eggjum á einum degi)
  • Fullþroskuð lirfa sýnir risavaxna litninga í munnvatnskirtlum

Heimildir

breyta
  1. Meigen JW (1830). Systematische Beschreibung der bekannten europäischen zweiflügeligen Insekten. (Volume 6) (PDF) (þýska). Schulz-Wundermann. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 9. febrúar 2012. Sótt 13. júní 2007.
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.