Fjórða franska lýðveldið
Fjórða franska lýðveldið var lýðveldisstjórn Frakklands frá 1946 til 1958. Á ýmsa vegu svipaði því til þriðja franska lýðveldisins, sem var við lýði fyrir seinni heimsstyrjöldina, og átti að mörgu leyti við sama vanda að etja. Frakkland tók upp stjórnarskrá fjórða lýðveldisins þann 13. október 1946.
Franska lýðveldið | |
République française | |
Fáni | Skjaldarmerki |
Kjörorð: Liberté, égalité, fraternité („Frelsi, jafnrétti, bræðralag“) | |
Þjóðsöngur: La Marseillaise | |
Höfuðborg | París |
Opinbert tungumál | Franska |
Stjórnarfar | þingræði
|
Forseti -1947–1954 -1954–1959 |
Vincent Auriol (fyrstur) René Coty (síðastur) |
' | |
• Stofnun | 27. október 1946 |
• Upplausn | 4. október 1958 |
Flatarmál • Samtals |
674.843 km² |
Mannfjöldi • Samtals (1496) • Þéttleiki byggðar |
40.287.000 /km² |
Gjaldmiðill | Franskur franki |
Fjórða lýðveldið naut mikils hagvaxtar og endurreisnar franskra iðn- og samfélagsstofnana í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar og lék lykilhlutverk í þróun efnahagslegs Evrópusamruna sem átti eftir að breyta álfunni varanlega. Mestu afrek fjórða lýðveldisins voru í samfélagsumbótum og hagkerfisþróun. Árið 1946 setti ríkisstjórnin á fót velferðarkerfi sem tryggði atvinnuleysisbætur, lífeyri til fatlaðra og aldraðra og almenna heilsugæslu.[1]
Tilraunir voru gerðar til að styrkja framkvæmdavald ríkisstjórnarinnar til að koma í veg fyrir þann óstöðugleika sem hafði hrjáð Frakkland fyrir stríðið, en þær tókust ekki og eftir sem áður einkenndust frönsk stjórnmál af óstöðugleika og endurteknum stjórnarskiptum. Í tólf ára sögu fjórða lýðveldisins sat 21 ríkisstjórn við völd. Ríkisstjórnunum tókst ekki að móta fasta stefnu í sjálfstæðismálum frönsku nýlendnanna. Eftir hrinu stjórnarkreppa, og upphaf Alsírstríðsins árið 1958, hrundi fjórða lýðveldið. Charles de Gaulle sneri aftur á stjórnmálasviðið sem leiðtogi bráðabirgðastjórnar sem átti að hanna nýja stjórnarskrá. Fjórða lýðveldið var formlega leyst upp í þjóðaratkvæðagreiðslu þann 5. október 1958 sem um leið setti á fót fimmta franska lýðveldið með sterkara forsetavaldi.
Tilvísanir
breyta- ↑ "France", Microsoft® Encarta® Encyclopedia 2001