Tagalog

tungumál
(Endurbeint frá Filippseyska)

Tagalog er tungumál sem talað er í Filippseyjum og er töluð af um það bil 22 miljónum manna. Þau tungumál sem hafa haft mikil áhrif á tagalog eru spænska, enska, hindí, arabíska, sanskrít, gamla malayska, kínverska, japanska og tamílska. Tagalog er talað víðsvegar um Filipseyjar og um allan heim. Tagalog er meðal annars 5 stærsta tungumálið í Bandaríkjunum en u.þ.b. 1.4 milljón manna tala það, eins tala um 235 þúsund manns það í Kanada.

Tagalog
Tagalog
Málsvæði Filippseyjum
Heimshluti mið- og suður-Luzon
Fjöldi málhafa um 22.000.000
Sæti 51
Ætt Ástronesískt
 Malay-pólýnesískt
   Filippínskt
    Miðfilippínskt
    Tagalog
Skrifletur Latneska stafrófið
Opinber staða
Opinbert
tungumál
Fáni Fillipseyja Filippseyjar
Stýrt af Commission on the Filipino Language
Tungumálakóðar
ISO 639-1 tl
ISO 639-2 tgl
SIL tgl
ATH: Þessi grein gæti innihaldið hljóðfræðitákn úr alþjóðlega hljóðstafrófinu í Unicode.

Heiti tungumálsins „tagalog“ hefur uppruna sinn frá orðinu „tagailog“ þar sem tagá þýðir frumbyggi frá og orðinu ílog sem þýðir fljót. Úr samsetningu orðanna má lesa út „fljótabúi“. Lítið er vitað um sögu tungumálsins, þó eru kenningar þess efnis frá tungumálasérfræðingum eins og Dr. David Zorc og Dr. Robert Blust að uppruna tagalog þjóðflokksins megi rekja til norðaustur Mindanao eða austur Visayas. Fyrstu skiflegu heimildirnar af tagalog eru frá árinu 900 og notuð hluta til með tungumálunum sanskrít, malayska og javanska. Fyrsta bókin sem vitað er um að hafa verið skifuð á tungumálinu er Doctrina Cristiana, skrifuð árið 1593. Bókin var skrifuð á spænsku og í tveimur útgáfum af tagalog, ein útgáfan er skrifuð í baybayin skriftarkerfinu og hin á latnesku.

Árið 1937 var tagalog valið af „the National Language Institute“ sem undirstaða að þjóðartungumáli Filipseyja. Tveimur árum síðar eða 1939 kallaði Manuel L. Quezon þjóðartungumálið „Wikang Pambansâ“. Tuttugu árum síðar, árið 1959, var það endurnefnt af menntamálaráðherranum Jose Romero sem filipiska. Tilgangurinn var að gefa tungumálinu landlægari brag og merkingu í stað þjóðlegri. Þessi breyting fékk ekki samþykki allra og sér í lagi þeirra sem ekki eru af tagalog uppruna t.d. Cebuanos fólki. Árið 1971 kom aftur upp ágreiningur varðandi tungumálið sem leiddi til sáttar en þá var tungumálið kallað „Filipino“ í stað „Pilipino“ og rataði það meðal annars inn í nýja stjórnarskrá sem skrifuð var árið 1987.