Baybayin
Baybayin eða alibata (þekkt sem tagalog-letur í Unicode kerfinu) er fyrrum spænskt filipeykst skriftarkerfi sem upprunnið er frá java-letri (forn Kawi). Skriftarkerfið er þekkt sem hluti af brahmic fjölskyldunni (og einnig sem angi af vatteluttu stafrófinu) og er það talið hafa verið fyrst notað á 14. öld. Það hélt áfram að vera í notkun á nýlendutíma Spánverja á Filipseyjum allt til seinni hluta 19. aldar.
Filippeyska baybayin-skriftarkerfið er eitt af nokkrum sjálfstæðum stafrófum frá suðaustur asískum eyjum svo sem Súmötru, Java og Sulawesi sem flest eru abúgídur og sem að eiga uppruna sinn að rekja til forn Indlands og deila sömu sanskrít einkennum, þar sem hver samhljóði er borin fram með sérhljóða endingu-kommur eru notaðar sem einkenni fyrir aðra sérhljóða (sá tiltekni sérhljoði bregður oft fyrir í Sanskrít og líklega einnig í öðrum Filippeyskum tungumálum). Samt sem áður eiga ekkert af þessum filippeysku baybayin-skriftum sínar ýtarlegu sögulegar heimildir sem hafa verið útbreiddar í aldar raðir.
Baybayin skriftarkerfið tilheyrir abugida-kerfinu sem notar samsetningu samhljóða og sérhljóða. Hver bókstafur, skrifaður á sínu venjubundna formi, hefur samhljóðaendingu með sérhljóðanum A. Til að búa til aðra samhljóða endingar en með öðrum sérhljóðum er tákni komið fyrir, annaðhvort fyrir ofan samhljóðann (til að búa til E eða I sérhljóða) eða fyrir neðan samhljóðann (til að búa til O eða U). Táknið kallast kudlit. Kudlit kemur ekki fyrir á sérhljóðum sem standa stakir. Sérhljóðar hafa sitt eigið tákn.
Orðið baybayin merkir bókstaflega atkvæði.