Fílalag er vikulegur hlaðvarpsþáttur sem hóf göngu sína á Alvarpinu í mars 2014. Þátturinn er í umsjón þeirra Bergs Ebba Benediktssonar og Snorra Helgasonar. Í hverjum þætti taka þeir fyrir eitt lag og fjalla um það í menningarlegu, samfélagslegu og sögulegu samhengi.[1] Einstaka sinnum fá þáttastjórnendur til sín gest. Fílalag er einn af fyrstu þáttunum sem hóf göngu sína á Alvarpinu.[2]

Fílalag
FilalagLogo.jpg
Merki Fílalags
Tegund Tónlist, spjall, grín
Kynnir Bergur Ebbi Benediktsson
Snorri Helgason
Land Fáni Íslands Ísland
Tungumál íslenska
Fjöldi þátta 208
Framleiðsla
Framleiðslufyrirtæki Alvarpið
Lengd þáttar 24-120 mínútur
Tenglar
Heimasíða

Fílalag kemur yfirleitt út á föstudögum og hefur komið út flesta föstudaga frá því þeir byrjuðu. Einstaka sinnum kemur þáttur á öðrum vikudegi.[3] 25. nóvember 2016 kom 100. þátturinn út.[4] 15. mars 2019 kom 200. þátturinn út.[5]

Í febrúar 2018 opnaði Fílalag sína eigin heimasíðu.[6] Við það hættu þættirnir að koma út á Alvarpinu og Nútímanum.

Uppruni og bakgrunnurBreyta

Bergur Ebbi og Snorri hafa þekkst lengi, þeir voru m.a. saman í hljómsveitinni Sprengjuhöllinni.[7] Hlaðvarpssíðan Alvarpið hóf sína starfsemi 1. mars 2014. Bergur og Snorri voru með frá upphafi.[2]

GestirBreyta

Í nokkrum þáttum hafa þeir Bergur og Snorri fengið til sín gest til að ræða lag þáttarins. Eftirfarandi gestir hafa komið í þáttinn, í tímaröð:

HugtökBreyta

Bergur og Snorri notast gjarnan við heimasmíðuð hugtök og slanguryrði þegar þeir fjalla um tónlistina í þættinum. Þegar kemur að því að tala um frá hvaða áratug lögin eru þá notast stjórnendur Fílalags ekki við raðtölur heldur tölunafnorð. Þetta kerfi segja þeir að komi frá Dr. Gunna og Jakobi Frímanni Magnússyni.[9] Í stað þess að tala um „áttunda áratuginn“ í merkingunni 1971-80 þá tala þeir um „sjöuna“ í merkingunni 1970-79. Þetta er leið til að íslenska ensku hefðina að tala um „the seventies“.

ViðtökurBreyta

Fílalag er meðal langlífustu hlaðvarpsþátta á Íslandi[10] og er Dr. Gunni aðdáendi þeirra.[11]

Um Verslunarmannahelgina 2016 voru þeir fengnir til að koma í útvarpsviðtal á Rás 2 þar sem þeir fjölluðu um lagið Draumur um Nínu með svipuðum hætti og þeir hafa gert í Fílalag.[12]

Fésbókarhópurinn Fílahjörðin er aðdáendaklúbbur þáttarins. Sá hópur telur nú tæplega 600 manns.[13]

TenglarBreyta

TilvísanirBreyta

 1. Til hvers að lifa? Nútíminn. Skoðað 6. nóvember 2016
 2. 2,0 2,1 Alvarpið í loftið í dag. Vísir.is. Skoðað 6. nóvember 2016
 3. Skyrta úr leðurlíki - Aukaþáttur vegna byltingarinnar. Nútíminn, þriðjudagurinn 5. apríl 2016. Skoðað 15. nóvember 2016
 4. Þáttur 100. Nútíminn, 25. nóvember 2016. Skoðað 25. nóvember 2016
 5. „Númeró 200 – Fílalag“ (enska). Sótt 15. mars 2019.
 6. Velkomin í veisluna. Fílalag.is, 7. febrúar 2018. Skoðað 4. nóvember 2018
 7. Endurkoma hinna almáttugu. Morgunblaðið, 3. nóvember 2008. Skoðað 6. nóvember 2016
 8. Soðfílun [myndband]. Facebooksíða matreiðsluþáttarins Soð. Sett inn 23. nóvember 2018. Skoðað 23. nóvember 2018
 9. Stærsta lag allra tíma. Nútíminn, 12. ágúst 2016. Skoðað 21. nóvember 2016
 10. Vinsælustu og langlífustu hlaðvarpsþættir landsins teknir upp á sviðinu á Húrra. Nútíminn. Skoðað 6. nóvember 2016
 11. Fíla Atvik. Dr. Gunni, 1. nóvember 2016. Skoðað 6. nóvember 2016.
 12. Færsla á Facebooksíðu Fílalags þar sem fílunin á Rás 2 er auglýst
 13. Fílahjörðin á Facebook