Fílalag
Fílalag er vikulegur hlaðvarpsþáttur sem hóf göngu sína á Alvarpinu í mars 2014. Þátturinn er í umsjón þeirra Bergs Ebba Benediktssonar og Snorra Helgasonar. Í hverjum þætti taka þeir fyrir eitt lag og fjalla um það í menningarlegu, samfélagslegu og sögulegu samhengi.[1] Einstaka sinnum fá þáttastjórnendur til sín gest. Fílalag er einn af fyrstu þáttunum sem hóf göngu sína á Alvarpinu.[2]
Fílalag | |
---|---|
Tegund | Tónlist, spjall, grín |
Kynnir | Bergur Ebbi Benediktsson Snorri Helgason |
Upprunaland | Ísland |
Frummál | íslenska |
Fjöldi þátta | 303 |
Framleiðsla | |
Lengd þáttar | 24-120 mínútur |
Framleiðsla | Alvarpið |
Tenglar | |
Vefsíða |
Fílalag kemur yfirleitt út á föstudögum og hefur komið út flesta föstudaga frá því þeir byrjuðu. Einstaka sinnum kemur þáttur á öðrum vikudegi.[3] 25. nóvember 2016 kom 100. þátturinn út.[4] 15. mars 2019 kom 200. þátturinn út.[5] 18. júní 2021 kom 300. þátturinn út.[6]
Í febrúar 2018 opnaði Fílalag sína eigin heimasíðu.[7] Við það hættu þættirnir að koma út á Alvarpinu og Nútímanum.
Uppruni og bakgrunnur
breytaBergur Ebbi og Snorri hafa þekkst lengi, þeir voru m.a. saman í hljómsveitinni Sprengjuhöllinni.[8] Hlaðvarpssíðan Alvarpið hóf sína starfsemi 1. mars 2014. Bergur og Snorri voru með frá upphafi.[2]
Gestir
breytaÍ nokkrum þáttum hafa þeir Bergur og Snorri fengið til sín gest til að ræða lag þáttarins. Eftirfarandi gestir hafa komið í þáttinn, í tímaröð:
- Teitur Magnússon - 18. apríl 2014, Glugginn með The Flowers.
- Atli Bollason - 6. júní 2014, I'm Not in Love með 10cc.
- Hugleikur Dagsson - 4. júlí 2014, sérstakur þáttur þar sem Snorri og Hugleikur spjölluðu um tónlist. Hugleikur kom líka 7. mars 2015 í Hefnófíl.
- Jóhann Ævar Grímsson - 7. mars 2015, Hefnófíl þáttur með Hugleiki. Sameinaður þáttur Fílalags og Hefnendanna þar sem Bergur, Snorri, Hugleikur og Jóhann ræddu um tónlist og kvikmyndir.
- Ari Eldjárn - 5. febrúar 2016, I Was Made For Loving You með Kiss. Aftur 4. maí 2018, Sunny Way með Steinblóm. Ari kom í þriðja skipti í þáttinn 17. apríl 2020 til að fjalla um lagið Hausverkun eftir Botnleðju. Fjórða heimsókn Ara var í 300. þáttinn, 18. júní 2021, þegar til umfjöllunar var lagið Tubthumping með Chumbawamba.
- Árni Vilhjálmsson - 3. júní 2016, Dream On með Aerosmith.
- Dr. Gunni - 28. október 2016, Hippar með Fræbbblunum.
- Halla Oddný Magnúsdóttir - 18. nóvember 2016, Wierstehe doch der Sünde með Nicolas Godin.
- Valdimar Guðmundsson - 17. febrúar 2017, Lover You Should Have Come Over með Jeff Buckley.
- Octavio Juarez - 4. ágúst 2017, Bullet With Butterfly Wings með The Smashing Pumpkins.
- Einar Kárason - 22. september 2017, Bo Diddley með Bo Diddley.
- Sólmundur Hólm - 16. nóvember 2018, Nákvæmlega með Skítamóral.
- Sandra Barilli - 5. október 2018, Waterfalls með TLC. Sandra hafði einnig umsjón með 200. þættinum sem kom út 15. mars 2019.
- Kristinn Guðmundsson - 23. nóvember 2018, A Whiter Shade of Pale með Procol Haram. Kristinn býr til vinsæla matreiðsluþætti sem heita Soð, þetta var samstarf hjá Fílalag og Soð þar sem Kristinn eldaði mat byggðan á laginu. Þátturinn birtist svo bæði sem podkast og matreiðsluþáttur á Facebooksíðu Kristins.[9]
- Gunnar Hansson - 24. maí 2019, Rio með Duran Duran.
- Dröfn Ösp Snorradóttir-Rozas - 21. febrúar 2020, Cry Me a River með Justin Timberlake. Dröfn kom aftur í þátt um Dreams með Fleetwood Mac 22. maí 2020.
- Jóhann Alfreð Kristinsson - 20. mars 2020, Óðurinn til gleðinnar eftir Beethoven.
- Ilmur Kristjánsdóttir - 26. febrúar 2021, Smells Like Teen Spirit með Nirvana.
Hugtök
breytaBergur og Snorri notast gjarnan við heimasmíðuð hugtök og slanguryrði þegar þeir fjalla um tónlistina í þættinum. Þegar kemur að því að tala um frá hvaða áratug lögin eru þá notast stjórnendur Fílalags ekki við raðtölur heldur tölunafnorð. Þetta kerfi segja þeir að komi frá Dr. Gunna og Jakobi Frímanni Magnússyni.[10] Í stað þess að tala um „áttunda áratuginn“ í merkingunni 1971-80 þá tala þeir um „sjöuna“ í merkingunni 1970-79. Þetta er leið til að íslenska ensku hefðina að tala um „the seventies“.
Viðtökur
breytaFílalag er meðal langlífustu hlaðvarpsþátta á Íslandi[11] og er Dr. Gunni aðdáendi þeirra.[12]
Um Verslunarmannahelgina 2016 voru þeir fengnir til að koma í útvarpsviðtal á Rás 2 þar sem þeir fjölluðu um lagið Draumur um Nínu með svipuðum hætti og þeir hafa gert í Fílalag.[13]
Fésbókarhópurinn Fílahjörðin er aðdáendaklúbbur þáttarins. Sá hópur telur nú rúmlega 820 manns.[14]
Tenglar
breytaTilvísanir
breyta- ↑ Til hvers að lifa? Geymt 10 mars 2016 í Wayback Machine Nútíminn. Skoðað 6. nóvember 2016
- ↑ 2,0 2,1 Alvarpið í loftið í dag. Vísir.is. Skoðað 6. nóvember 2016
- ↑ Skyrta úr leðurlíki - Aukaþáttur vegna byltingarinnar Geymt 7 apríl 2016 í Wayback Machine. Nútíminn, þriðjudagurinn 5. apríl 2016. Skoðað 15. nóvember 2016
- ↑ Þáttur 100 Geymt 29 nóvember 2016 í Wayback Machine. Nútíminn, 25. nóvember 2016. Skoðað 25. nóvember 2016
- ↑ „Númeró 200 – Fílalag“ (bandarísk enska). Sótt 15. mars 2019.
- ↑ „Tubthumping – Almyrkvi af gleði – Fílalag“. Sótt 12. júlí 2021.
- ↑ Velkomin í veisluna. Fílalag.is, 7. febrúar 2018. Skoðað 4. nóvember 2018
- ↑ Endurkoma hinna almáttugu. Morgunblaðið, 3. nóvember 2008. Skoðað 6. nóvember 2016
- ↑ Soðfílun [myndband]. Facebooksíða matreiðsluþáttarins Soð. Sett inn 23. nóvember 2018. Skoðað 23. nóvember 2018
- ↑ Stærsta lag allra tíma Geymt 16 ágúst 2016 í Wayback Machine. Nútíminn, 12. ágúst 2016. Skoðað 21. nóvember 2016
- ↑ Vinsælustu og langlífustu hlaðvarpsþættir landsins teknir upp á sviðinu á Húrra Geymt 15 mars 2016 í Wayback Machine. Nútíminn. Skoðað 6. nóvember 2016
- ↑ Fíla Atvik. Dr. Gunni, 1. nóvember 2016. Skoðað 6. nóvember 2016.
- ↑ Færsla á Facebooksíðu Fílalags þar sem fílunin á Rás 2 er auglýst
- ↑ Fílahjörðin á Facebook