Slangur er óformlegt og óvandað orðfæri sem víkur frá viðurkenndum málreglum.[1] Það þróast innan afmarkaðra hópa eða í sérstökum aðstæðum og einkennist af óvenjulegri orðmyndun, leik að orðum og myndmáli.[1] Slangur er algengast í talmáli síður ritmáli, og getur stundum innihaldið útlenskublandað málfar sem endurspeglar sérstöðu og uppruna notenda þess.[2]

Orðsifjar

breyta

Orðið slangur (‘ráf, flakk; sóun; þvaður; slæðingur’) er aðlögun á hvorugkynsnafnorðinu slang (‘skrípiorð’). En það er fengið að láni úr dönsku slang, sem er raunar tökuorð úr ensku slang (‘skraf, rabb’). Ekki er vitað fyrir víst hvernig enska orðið varð til. Ein kenning er sú að það hafi verið af skandinavískum uppruna, e.t.v. úr norsku slengeord (‘smánaryrði’), slengjenamn (‘viðurnefni’).[3]

Slangur á Íslandi

breyta

Slanguryrði eru áberandi í íslensku samfélagi en málnotendur slanguryrða eru yfirleitt unglingar.[4] Mörg slanguryrði eru af erlendum uppruna, sérstaklega ensku.[5]

Tengt efni

breyta

Heimildir

breyta
  1. 1,0 1,1 „Hver er munurinn á slettum, slangri og tökuorðum?“. Vísindavefurinn. Sótt 13 febrúar 2025.
  2. „Íslensk nútímamálsorðabók“. islenskordabok.arnastofnun.is. Sótt 13 febrúar 2025.
  3. „Íslensk orðsifjabók“. ordsifjabok.arnastofnun.is. Sótt 13 febrúar 2025.
  4. „Hvað er slangur gamalt fyrirbrigði?“. Vísindavefurinn. Sótt 13 febrúar 2025.
  5. „Slangur, slettur og tökuorð“. ait.arnastofnun.is. Sótt 13 febrúar 2025.

Tenglar

breyta
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.