Varðskipið Þór (I) (einnig nefndur Gamli Þór) var fyrsta varðskip Landhelgisgæslu Íslands. Skipið var upprunalega smíðað sem togari, árið 1899. Árið 1920 keypti Björgunarfélag Vestmannaeyja skipið og notaði það til fiskveiðieftirlits og björgunarstarfa. Rekstur Björgunarfélagsins gekk illa og árið 1926 ákvað Ríkissjóður að kaupa skipið. Með kaupum þess var Landhelgisgæsla Íslands stofnuð. Fyrstu árin var skipið vopnað tveim 57 mm fallbyssum, sem síðar voru skipt út fyrir eina 47 mm fallbyssu. Þór strandaði við Húnaflóa árið 1929. Í kjölfarið var ákveðið að kaupa nýtt varðskip í stað þess. Nafngift skipsins er sótt í norræna goðafræði.

Bókmenntir

breyta

Sjá og

breyta

Tenglar

breyta

http://www.lhg.is/um-okkur/sagan/