Stóra-Skógfell
Stóra-Skógfell er 189 metra hátt fell á miðjum Reykjanesskaga norður af Grindavík. Fellið er úr bólstrabergi og myndaðist í eldgosi undir jökli á fyrri hluta síðasta jökulskeiðs.[1] Fellið er skammt austan Arnarseturs og er nú umlukið nýju hrauni sem runnið hefur í eldgosahrinunni við Sundhnúkagíga sem hófst í desember 2023.
Stóra-Skógfell | |
---|---|
Hæð | 189 metri |
Land | Ísland |
Hnit | 63°53′51″N 22°22′26″V / 63.8975°N 22.3739°V |
breyta upplýsingum |
Vísanir
breyta- ↑ „Arnarsetur - Stóra-Skógfell“. Ferlir.
Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.