Dow Jones-vísitalan

Dow Jones-vísitalan (enska Dow Jones Industrial Average) (DJIA) í Bandaríkjunum er ein elsta hlutabréfavísitala heims, en hún var fyrst gefin út þann 26. maí 1896. Í grunni vísitölunnar eru 30 mikils metin bandarísk fyrirtæki og er samanlagt markaðsvirði þeirra um fimmtungur af markaðsvirði allra félaga sem skráð eru í New York-kauphöllinni.

Þróun Dow Jones við hrun verðbréfamarkaða árið 1929
Svarti mánudagurinn árið 1987

Þann 27. febrúar 2007 féll vísitalan um 416,02 stig eða 3,3%, Nasdaq-vísitalan og Standard & Poor’s-vísitalan féllu sömuleiðis, þetta er mesta hrap vísitölunnar síðan í september 2002 eða í rúm þrjú ár. Ástæðan var sú að virði kínverskra hlutabréfa féll um 9% eftir að hafa náð methæðum 26. febrúar. Þetta hefur haft neikvæð áhrif á markaði um allan heim.[1]

Dow Jones hlutabréfavísitalan var fyrst gefin út 26. maí árið 1896 og voru þá tólf mikilsmetin bandarísk fyrirtæki í grunni hennar. Af þeim er einungis eitt sem er enn þá í vísitölunni, en það er General Electric. Fyrirtækið Dow Jones & Co. hefur reiknað og birt vísitöluna frá árinu 1896 en það gefur einnig út dagblaðið The Wall Street Journal þar sem talan er birt.

Þegar vísitalan var fyrst birt, stóð hún í 40,94 stigum. Hún var reiknuð sem meðaltal af verði hlutabréfa þeirra fyrirtækja sem voru í grunni vísitölunnar og þeirri tölu svo deilt með fjölda hlutabréfa. Fyrirtækin voru:

  • American Cotton Oil
  • American Sugar
  • American Tobacco
  • Chicago Gas
  • Distilling and Cattle Feeding
  • General Electric
  • Laclede Gas
  • National Lead
  • North American
  • Tennessee Coal & Iron
  • U.S. Leather
  • U.S. Rubber

Árið 1916 var fyrirtækjunum fjölgað í 20. Árið 1928 var fyrirtækjunum fjölgað í 30 og hefur sá fjöldi haldist síðan þó fyrirtækin séu ekki öll þau sömu. Á 9. og 10. áratug 20. aldar urðu miklar hækkanir á vísitölunni. Árið 1995 fór hún í fyrsta skipti yfir 5000 stig og árið 1999 fór hún í yfir 10.000 stig.

Vísitalan reiknuð

breyta

Þrátt fyrir að vera ein af þekktustu vísitölum heims, endurspeglar hún ekki endilega bandarískan hlutabréfamarkað, þar sem í henni eru fyrst og fremst rótgróin framleiðslu- og iðnaðarfyrirtæki. Dow Jones-vísitalan er reiknuð sem einfalt meðaltal af verði hlutabréfa fyrirtækjanna sem í henni eru, en ekki verðmæti félaganna eins og algengast er í hlutabréfavísitölum. Vægi fyrirtækja í vísitölunni er því ekki í samræmi við verðmæti þeirra. Fyrir þetta hafa margir gagnrýnt vísitöluna.

Sveiflur vísitölunnar

breyta

Mestu stigahækkanir allra tíma

Sæti Dagur Við lokun Stigabr. Prósentubr.
1 16. mars 2000 10.630,60 +499,19 +4,93%
2 24. júlí 2002 8.191,29 +488,95 +6,35%
3 29. júlí 2002 8.711,88 +447,49 +5,41%
4 5. apríl 2001 9.918,05 +402,63 +4,23%
5 18. apríl 2001 10.615,83 +399,10 +3,91%

Mestu stigalækkanir allra tíma

Sæti Dagur Við lokun Stigabr. Prósentubr.
1 17. september 2001 8.920,70 -684,81 -7,13%
2 14. apríl 2000 10.305,77 -617,78 -5,66%
3 27. október 1997 7.161,15 -554,26 -7,18%
4 31. ágúst 1998 7.539,07 -512,61 -6,37%
5 19. október 1987 1.738,74 -508,00 -22,61%

Mestu prósentuhækkanir allra tíma

Sæti Dagur Við lokun Stigabr. Prósentubr.
1 15. mars 1933 62,10 +8,26 +15,34%
2 6. október 1931 99,34 +12,86 +14,87%
3 30. október 1929 258,47 +28,40 +12,34%
4 21. september 1932 75,16 +7,67 +11,36%
5 21. október 1987 2.027,85 +186,84 +10,15%

Mestu prósentulækkanir allra tíma

Sæti Dagur Við lokun Stigabr. Prósentubr.
1 12. desember 1914 54,00 -17,42 -24,39%
2 19. október 1987 1.738,74 -508,00 -22,61%
3 28. október 1929 260,64 -38,33 -12,82%
4 29. október 1929 230,07 -30,57 -11,73%
5 6. nóvember 1929 232,13 -25,55 -9,92%
  • Lægsta lokun vísitölunnar var 8. ágúst 1896. Þá lokaði hún í 28,48 stigum.
  • Hæsta lokun vísitölunnar var 14. janúar 2000. Þá lokaði hún í 11.722,98 stigum. (skráð 31. desember 2005)
  • Mesta prósentufall vísitölunnar á einum degi á síðustu 50 árum varð á hinum svokallaða "Svarta mánudegi" hinn 19. október 1987 þegar meðaltal hennar féll um 22,6%. Áður hafði hún fallið um 24,39% þann 12. desember 1914 sem er mesta prósentufall á einum degi frá upphafi vísitölunnar.
  • 28. október 1929 féll vísitalan um 12,82% og daginn eftir, 29. október 1929 féll hún um 11,73%. Fara þessir tveir dagar í þriðja og fjórða sæti yfir þá daga sem vísitalan hefur fallið mest í prósentum.
  • 29. mars 1999 fór vísitalan í fyrsta skipti yfir 10.000 stig. Við lokun kauphallarinnar stóð vísitalan í 10.006,78 stigum.
  • Við lok ársins 2005 stóð vísitalan í 10.717,5 stigum. (skráð 31. desember 2005)

Fyrirtækin

breyta

Eftirtalin 30 fyrirtæki eru aðilar að vísitölunni:

Tilvísanir

breyta
  1. „Dow Average Falls 416 Points After China Sell-Off“. Sótt 28. febrúar 2007.

Heimildir

breyta