Brandenburg an der Havel

Brandenburg an der Havel (Brandenburg við Havel) er þriðja stærsta borgin í þýska sambandslandinu Brandenborg með 72 þúsund íbúa. Borgin er meðal allra elstu borga sambandslandsins og er nafngefandi fyrir Brandenborg sem sambandsland.

Brandenborgar
Skjaldarmerki Brandenborgar
Staðsetning Brandenborgar
SambandslandBrandenborg
Flatarmál
 • Samtals228,8 km2
Hæð yfir sjávarmáli
32 m
Mannfjöldi
 • Samtals71.778 (31 desember 2.010)
 • Þéttleiki317/km2
Vefsíðawww.stadt-brandenburg.de
Pétur og Pálskirkjan er dómkirkjan í Brandenborg
Brandenburg

Brandenborg liggur við ána Havel austarlega í samnefndu sambandslandi, rétt vestan við Potsdam og Berlín, og um 60 km fyrir norðvestan Magdeburg.

Skjaldarmerki

breyta

Skjaldarmerki Brandenborgar sýnir tvenn borgarvirki. Til hægri með bláum turnum og riddara í hliði, til vinstri með grænum turnum og tveimur örnum. Efst hvílir kóróna. Þetta vísar til þess að upphaflega voru bæirnir tveir, Brandenborg og Luckenberg, sem seinna voru sameinaðir í eina borg. Frá 1950 til 1990 var notast við annað skjaldarmerki en þá var borgin í Austur-Þýskalandi. 1990 var gamla merkið tekið upp á ný.

Orðsifjar

breyta

Brandenburg hét áður Brandanburg og Brendanburg. Ekki er með öllu ljóst hvaðan heitið á uppruna sinn, en líklegt þykir að það sé dregið af sögninni að brenna (á þýsku: brennen eða Brand). Upphaf Brandenborgar er landnám Þjóðverja á 12. öld og þurftu þeir oftar en ekki að ryðja skóga. Við það ferli var oft notaður eldur. Nýlega var heiti borgarinnar lengt og heitir nú opinberlega Brandenburg an der Havel til aðgreiningar frá sambandslandinu Brandenburg.[1]

Söguágrip

breyta

Upphaf

breyta

928/29 hertók Hinrik I keisari slavneskt virki á núverandi borgarstæði. Í slavauppreisninni miklu 983 náðu slavar þó að endurheimta virkið og héldu því í rúm 200 ár. Það var ekki fyrr en 1157 að Albrecht der Bär hertók virkið endanlega og stofnaði markgreifadæmið Brandenburg. Í kringum virkið myndaðist bær, sem þar með er elsti bær markgreifadæmisins. Skömmu síðar var annar bær stofnaður, sem hét Luckenberg. Báðir bæirnir fengu eigin borgarmúra. Á 15. öld tilheyrðu báðir bæirnir Hansasambandinu, allt til 1518. Að öðru leyti komu bæirnir lítið við sögu á miðöldum.

Stríðstímar

breyta
 
Gömul mynd af Brandenborg og Maríukirkjunni, en kirkjan er horfin í dag

Milli 1536 og 1555 urðu siðaskipti í báðum borgunum. Því var ráðist á þá af keisarahernum í 30 ára stríðinu, sem rændi borgarbúa. Margir voru drepnir. Í Brandenborg einni saman bjuggu 10 þús manns fyrir stríð, en aðeins 3.000 lifðu stríðið af. Eftir hörmungarnar og mannfallið í stríðinu bauð kjörfurstinn húgenottum að setjast að í Brandenborg. Við það varð mikill uppgangur bæði í Brandenborg og í Luckenberg, enda komu húgenottar með iðnað með sér. Borgirnar uxu nánast saman og voru loks sameinaðar 1715. Árið 1806 hertóku Frakkar borgina í Napoleonsstríðunum og héldu henni í tvö ár. Það var ekki fyrr en með iðnbyltingunni að borgin náði sér efnahagslega á ný. 1846 fékk borgin járnbrautartengingu á línunni Berlín – Magdeburg.

Nýrri tímar

breyta

1848 var uppreisnarárið mikla. Berlín fór ekki varhluta að uppreisnum. Friðrik Vilhjálmur IV Prússakonungur rak þjóðþingið úr Berlín, þar sem hann taldi að það hafi átt þátt í uppþoti og ynni að endurbótarkröfum. Þjóðþingið var þá flutt til Brandenborgar an der Havel, þar sem fundir þess fóru fram í dómkirkjunni (Pétur og Pálskirkjunni) þetta árið. Konungur leysti þingið að lokum upp í desember 1848. Á tímum nasista voru elstu fangabúðirnar nasista stofnaðar við borgarmörkin, Görden-búðirnar. Miklar loftárásir voru gerðar á borgina í heimstyrjöldinni síðari. 70% af iðnaðarhúsum og 15% af íbúarhúsum eyðilögðust. Cottbus var á rússneska hernámssvæðinu eftir stríð og því einnig hluti af Austur-Þýskalandi, allt þar til Þýskaland sameinaðist 1990. Síðan sameiningin átti sér stað hefur iðnaður í borginni átt erfitt uppdráttar og fer íbúum fækkandi. Þeir voru 90 þús fyrir sameiningu, en eru 72 þús í dag.

Frægustu börn borgarinnar

breyta
 
Roland í miðborginni

Byggingar og kennileiti

breyta
  • Pétur og Pálskirkjan er dómkirkjan í borginni. Hún var reist á 11. öld og er með allra elstu kirkjum í sambandslandinu Brandenborg sem enn standa. Í kirkjunni er 600 ára gamall fataskápur fyrir presta og biskupa sem er í líki húss með þremur kvistum. Hann kallast Dreigiebelschrein.
  • Katrínskirkjan var vígð 1401 og helguð heilagri Katrínu. Kirkjan er hæsta mannvirkið í miðborginni með 72 metra háan turn. 1582 hrundi turninn og slasaði þrjá iðnaðarmenn sem nýverið luku dagsverki sínu við turninn og voru staddir í kirkjuskipinu. Kirkjan er helst þekkt fyrir að lík Gústafs Adolf II Svíakonungs var lagt í kirkjuna í fleiri daga í 30 ára stríðinu uns það var sótt til Svíþjóðar.
  • Rolandstytta var sett upp í miðborginni 1474. Hann er 5,35 m á hæð og var til tákns um velgengni borgarinnar. Meðan heimstyrjöldin síðari geysaði var Roland tekinn af stalli sínum og geymdur á öruggum stað. 1946 fékk hann að standa á ný á sínum stað.

Tilvísanir

breyta
  1. Geographische Namen in Deutschland. Duden. 1993. Bls. 61.

Heimildir

breyta