Bosnía og Hersegóvína í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva
Bosnía og Hersegóvína hefur tekið þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 19 sinnum síðan að frumraun landsins í keppninni átti sér stað árið 1993, eftir að hafa endað í öðru sæti í undankeppninni Kvalifikacija za Millstreet. Fram að 1993 keppti Bosnía og Hersegóvína sem hluti af Júgóslavíu.
Bosnía og Hersegóvína | |
---|---|
Sjónvarpsstöð | BHRT |
Söngvakeppni | Engin (–2016) |
Ágrip | |
Þátttaka | 19 (18 úrslit) |
Fyrsta þátttaka | 1993 |
Besta niðurstaða | 3. sæti: 2006 |
Núll stig | Aldrei |
Tenglar | |
Síða BHRT | |
Síða Bosníu og Hersegóvínu á Eurovision.tv |
Besti árangur landsins var árið 2006 þegar Hari Mata Hari endaði í þriðja sæti með laginu „Lejla“. Það er í eina skipti sem að landið hefur endað í topp-5. Aðrar niðurstöður innan topp-10 eru Dino Merlin í sjöunda sæti (1999), Deen í níunda sæti (2004), Laka í tíunda sæti (2008), Regina í níunda sæti (2009) og Dino Merlin í sjötta sæti (2011). Eftir 2012 tók Bosnía og Hersegóvína aftur þátt í keppninni árið 2016, þar sem að landið komst ekki áfram í fyrsta sinn. Síðan þá hefur landið dregið sig úr keppni.
Yfirlit þátttöku (niðurstöður)
breyta- Fyrir þátttöku undan 1993, sjá Júgóslavía í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.
2 | Annað sæti |
3 | Þriðja sæti |
Ár | Flytjandi | Lag | Tungumál | Úrslit | Stig | U.úrslit | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1993 | Fazla | Sva bol svijeta | bosníska | 16 | 27 | 2 [a] | 52 [a] |
1994 | Alma Čardžić & Dejan Lazarević | Ostani kraj mene | bosníska | 15 | 39 | Engin undankeppni | |
1995 | Davorin Popović | Dvadeset prvi vijek | bosníska | 19 | 14 | ||
1996 | Amila Glamočak | Za našu ljubav | bosníska | 22 | 13 | 21 | 29 |
1997 | Alma Čardžić | Goodbye | bosníska | 18 | 22 | Engin undankeppni | |
1999 | Dino & Beatrice | Putnici | bosníska, franska | 7 | 86 | ||
2001 | Nino Pršeš | Hano | bosníska, enska | 14 | 29 | ||
2002 | Maja | Na jastuku za dvoje (На јастуку за двоје) | serbneska, enska | 13 | 33 | ||
2003 | Mija Martina | Ne brini | króatíska, enska | 16 | 27 | ||
2004 | Deen | In the Disco | enska | 9 | 91 | 7 | 133 |
2005 | Feminnem | Call Me | enska | 14 | 79 | Topp 12 árið fyrr [b] | |
2006 | Hari Mata Hari | Lejla | bosníska | 3 | 229 | 2 | 267 |
2007 | Marija Šestić | Rijeka bez imena (Ријека без имена) | serbneska | 11 | 106 | Topp 10 árið fyrr [b] | |
2008 | Laka | Pokušaj | bosníska | 10 | 110 | 9 | 72 |
2009 | Regina | Bistra voda | bosníska | 9 | 106 | 3 | 125 |
2010 | Vukašin Brajić | Thunder and Lightning | enska | 17 | 51 | 8 | 59 |
2011 | Dino Merlin | Love in Rewind | enska, bosníska | 6 | 125 | 5 | 109 |
2012 | Maya Sar | Korake ti znam | bosníska | 18 | 55 | 6 | 77 |
2016 | Dalal & Deen með Ana Rucner & Jala | Ljubav je | bosníska | Komst ekki áfram | 11 | 104 | |
Engin þátttaka síðan 2016 (8 ár) |
- ↑ 1,0 1,1 Kvalifikacija za Millstreet var undankeppnin fyrir keppnina árið 1993.
- ↑ 2,0 2,1 Samkvæmt þáverandi reglum Eurovision komust öll topp-10 löndin, ásamt „Stóru Fjóru“ löndunum, sjálfkrafa áfram í úrslit næstkomandi ár. Sem dæmi, ef Þýskaland og Frakkland væru innan topp-10 sætanna, fengju löndin í ellefta og tólfta sæti pláss í úrslitunum árið eftir með þeim löndum sem voru líka innan topp-10.