Beinagrind mannsins

Beinagrind mannsins er innri stoðgrind mannslíkamans og er samsett úr um 270 beinum við fæðingu. Sum þessara beina gróa saman síðar á mannsævinni þannig að fullorðið fólk hefur um 206 bein. Beinmassinn er um 14% af heildarþyngd (um 10-11 kg í meðalmanneskju) og nær hámarksþyngd í kringum 25-30 ára aldur.[1] Beinagrind mannsins má skipta í tvo hluta: ásgrind og limagrind, þar sem ásgrindin er gerð úr hryggjarsúlu, brjóstkassa, höfuðkúpu og tengdum beinum; meðan limagrindin er gerð úr axlargrind, mjaðmagrind og beinum í efri og neðri útlimum.

Skýringarmynd sem sýnir beinagrind konu með heitum helstu beina.

Beinagrindin gegnir eftirfarandi hlutverkum:

Flokkun

breyta

Mannbeinagrindinni er gjarnan skipt í tvo flokka beina:

Stutt yfirlit yfir þau bein sem eru á myndinni til hliðar:

Íslenskt heiti beins Latnesk heiti beins Stutt lýsing Hlutverk
Viðbein Clavicula Frekar lítið bein, myndar S-línu Tengir herðablað og bringubein og tekur þátt í myndun axlarliðs
Lærleggur Femur Stærsta bein líkamans, á því er væg sveigja
Dálkur Fibula Veitir vöðvafestu og er veigaminna beinið í fótleggnum
Upphandleggsbein Humerus Lengsta og stærsta bein í efri útlim
Geislabein Radius Staðsett þumalsmegin í framhandlegg. Bugða liggur eftir endilöngu beininu
Herðablað Scapula Flatt að hluta, þríhyrnt
Öln Ulna Litla fingurs megin í framhandlegg
Hnéskel Patella
Sköflungur Tibia Stórt bein í fótlegg
Bringubein Os sternum Það veitir hjartanu vernd og festir framenda rifjanna. Blóðmergur beinsins framleiðir mikið af rauðum blóðkornum

Tilvísanir

breyta
  1. „Healthy Bones at Every Age“. OrthoInfo. American Academy of Orthopaedic Surgeons. Afrit af uppruna á 18. nóvember 2022. Sótt 6. janúar 2023.

Tengt efni

breyta
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.