Viðbein (fræðiheiti: Clavicula) er par beina sem tengir herðablað og bringubein. Beinið tekur þátt í myndun axlarliðs og virkar sem vöðvafesta fyrir hálsvöðva. Það er örlítið S-línulaga. Viðbeinsbrot eru algengust beinbrota, og gerast jöfnum höndum sökum beins höggs og gegnum öxlina. Í fornu máli eru beinin nefnd viðbeina, með auka -a, og þekkist þetta orð úr gamal-ensku, widoban, wiðoban og miðlágþýsku wedeben, og vísar -við væntanlega til staðsetning þess sem einskonar tengibeins. Í þýsku, hollensku, dönsku og norsku er notuð bein þýðing á latneska heitinu þ.e. lykilbein.

Staðsetning viðbeins (sýnt í rauðum lit).
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.