Jack Peter Grealish (fæddur 10. september árið 1995 í Birmingham) er enskur atvinnumaður í fótbolta sem spilar bæði sem kantmaður og sóknarmiðjumaður fyrir liðið Manchester City sem spilar í ensku úrvalsdeildinni. Hann var í 19 ár hjá Aston Villa alveg frá því hann var 6 ára til 25 ára aldurs.

Jack Grealish
Upplýsingar
Fullt nafn Jack Peter Grealish
Fæðingardagur 10. september 1995 (1995-09-10) (28 ára)
Fæðingarstaður    Birmingham, England
Hæð 1,78m
Leikstaða Miðjumaður
Núverandi lið
Núverandi lið Manchester City
Númer 10
Yngriflokkaferill
2001-2011 Highgate United, Aston Villa
Meistaraflokksferill1
Ár Lið Leikir (mörk)
2012-2021 Aston Villa 185 (29)
2013-2014 Notts County (lán) 37 (5)
2021- Manchester City 28 (3)
Landsliðsferill2
2011-2012
2012-2013
2013-2014
2016-2017
2020-
Írland U17
Írland U18
Írland U21
England U21
England
7 (3)
6 (2)
6 (1)
7 (2)
23 (1)

1 Leikir með meistaraflokkum og mörk
talið í aðaldeild liðsins og
síðast uppfært des 2022.
2 Landsliðsleikir og mörk uppfærð
okt 2022.

Hann lék með yngri landsliðum Írlands en árið 2016 gaf hann það út að hann hafði valið að spila fyrir Enska landsliðið. Hann skoraði fyrsta mark sitt fyrir landsliðið gegn Andorra haustið 2021.

Félagslið

breyta

Aston Villa

breyta

Grealish gekk til liðs við Aston Villa 6 ára gamall í akademíuna. Þann 7. maí 2014 kom Grealish inn á völlinn í frumraun sinni fyrir Aston Villa á 88 mínútu í 4-0 tapi gegn Manchester City fyrir Ryan Bertrand. Fyrsta markið kom 13. september 2015 í 3-2 tapi gegn Leicester City með skoti frá 18 metra færi. Grealish var gerður að fyrirliða félagsins í mars 2019. Grealish skrifaði undir nýjan 5 ára samning í september 2020 við Aston Villa. Í samningum var klásúla fyrir öll félög sem eru að spila í Meistaradeild Evrópu sem gaf þeim leyfi á að kaupa Grealish á 100 milljónir punda án samþykkis Aston Villa. Manchester City nýtti sér það og bauð 100 milljónir í Grealish næsta sumar [1]

Manchester City

breyta

Grealish var keyptur til Manchester City 4. ágúst 2021, kaupverðið hljómar upp á 100 milljónir punda sem slær met fyrir kaup á leikmanni í Ensku úrvalsdeildinni. Metið hafði áður verið haldið af Manchester United þegar þeir keyptu Paul Pogba. Grealish skrifaði undir 6 ára samning við Manchester City og tók númerið 10 sem Sergio Agüero var með áður. [2]

Heimildir

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. „Jack Grealish“, Wikipedia (enska), 21. júní 2021, sótt 22. júní 2021
  2. Jack Grealish: Man City sign England midfielder from Aston Villa for £100m BBC, sótt 5.8 2021