Iceland Airwaves er nafn á tónlistarhátíð sem að jafnaði er haldin er í Reykjavík þriðju helgina í október ár hvert. Hátíðin var fyrst haldin árið 1999 og hefur síðan vaxið árlega. Í upphafi var hátíðin hugsuð sem kynningarhátíð á innlendri tónlist, en er í dag talin ein af helstu alþjóðlegu kynningarhátíðum heims á sviði tónlistar (e. „showcase festival“).

Mikill fjöldi blaðamanna og starfsmanna tónlistarbransans mætir jafnan á Airwaves hátíðina. Dagskrá hennar nýtur oftar en ekki mikillar hylli innlendra sem erlendra blaðamanna, David Fricke einn af ristjórum Rolling Stone kallaði hana „svölustu tónlistarhátíð heims“[1]

Fjölmargar hljómsveitir, innlendar sem erlendar, hafa vakið alþjóðlega athygli eftir að hafa leikið á Iceland Airwaves. Má þar nefna The Rapture, Hot Chip, The Bravery, Sigur Rós og Jakobínarína.

Neðanmálsgrein

breyta
  1. „Iceland Festival Rocks“. Sótt 5. nóvember 2007.

Tengill

breyta
   Þessi tónlistargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.