Secret Solstice er íslensk tónlistarhátíð sem haldin hefur verið frá 2014 í Laugardal. Fjöldi íslenskra listamanna hefur komið þar fram ásamt stærri listamönnum á borð við Radiohead, Black Eyed Peas, Foo Fighters, Bonnie Tyler og Slayer. Hátíðinni var aflýst árið 2020 vegna COVID-19 og fyrrum félag sem hélt utan um hátíðina, Solstice Productions, tekið til gjaldþrotaskipta en það hafði ekki staðið við skuldbindingar sínar við fjölda fyrirtækja og hljómsveita. [1] [2] Nýtt félag tók við rekstri Secret Solstice árið 2020.

Tengill breyta

Tilvísanir breyta

  1. Secret solstice félag tekið til gjaldþrotaskipta Rúv, skoðað, 15. júní 2020
  2. Solstice skuldar ríki og borg 50 milljónir Rúv.is, skoðað 15. júní 2020