Aðstoðarmaður ráðherra

Aðstoðarmaður ráðherra er starfsmaður í ráðuneyti sem heyrir beint undir ráðherra, frekar en að tilheyra hópi embættismanna ráðuneytisins.

Á Íslandi er ráðherra heimilt að ráða aðstoðarmann án auglýsingar, enda gegni aðstoðarmaðurinn störfum aldrei lengur en ráðherrann sjálfur. Heimild til að ráða aðstoðarmann kom í lög um stjórnarráð Íslands árið 1969. Framan af var hverjum ráðherra aðeins heimilt að ráða einn aðstoðarmann, en með breytingum sem tóku gildi árið 2011 var heimildin hækkuð upp í tvo aðstoðarmenn á hvern ráðherra, auk þess sem heimilt er samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnar að ráða þrjá til viðbótar ef þörf krefur.

Heimildir

breyta

Gestur Páll Reynisson og Ómar H. Kristmundsson (2014), Hverjir verða aðstoðarmenn ráðherra Geymt 4 mars 2016 í Wayback Machine?

Gestur Páll Reynisson (2009), Aðstoðarmenn ráðherra. Bakgrunnur, hlutverk og frami.

Ómar H. Kristmundsson (2005), Bakgrunnur aðstoðarmanna ráðherra: Þróun 1971-2005.