Períkles (forngríska: Περικλῆς, 495429 f.Kr.) var gríðarlega áhrifamikill stjórnmálamaður, ræðumaður herforingi í Aþenu á klassíska tímanum, einkum á tímabilinu milli Persastríðanna og Pelópsskagastríðsins.

Períkles

Períkles hafði svo mikil áhrif á aþenskt samfélag að sagnfræðingurinn Þúkýdídes, sem var samtímamaður hans, kallaði hann „fyrsta borgara Aþenu“. Períkles gerði Deleyska sjóbandalagið að aþensku veldi og var leiðtogi Aþeninga á fyrstu tveimur árum Pelópsskagastríðsins. Tíminn sem hann var við völd í Aþenu, frá 461 f.Kr. til 429 f.Kr., er stundum kallaður „Períklesaröldin“.

Períkles var listaunnandi og studdi mjög við bakið á listamönnum, skáldum og heimspekingum. Stuðningur hans við listamenn var ein meginorsök þess að Aþena blómstraði sem menningarborg. Hann lét byggja ýmis hof á Akrópólishæð, þ.á m. Meyjarhofið (Parþenon).

Tenglar

breyta
  • „Hvaða hlutverki gegndi Períkles í sögu Aþenu?“. Vísindavefurinn.
   Þessi fornfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.