Rauðþinur
Rauðþinur, Abies magnifica, er þintegund frá vesturhluta Norður Ameríku, úr fjöllum suðvestur Oregon og Kaliforníu í Bandaríkjunum. Þetta er tegund frá hátt yfir sjávarmáli, yfirleitt í 1400 til 2700 metra hæð, en nær sjaldan upp að trjálínu. Nafnið Rauðþinur kemur vegna litar barkarins á gömlum trjám. Þetta tré var uppgötvað af William Lobb í leiðangri hans til Kaliforníu (1849 – 1853), en David Douglas hafði yfirsést það.[2]
Rauðþinur | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Rauðþinsskógur, Yosemite-þjóðgarðurinum
| ||||||||||||||
Ástand stofns | ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Abies magnifica A.Murray | ||||||||||||||
Náttúruleg útbreiðsla Abies magnifica
| ||||||||||||||
Nærmynd af útbreiðslusvæði
|
Lýsing
breytaAbies magnifica er stórt sígrænt tré, oft að 40 til 60 metra hæð og 2 metrar að þvermáli, sjaldan 76.5 metra hátt og 3 metrar í þvermál, með granna keilulaga krónu. Börkurinn á ungum trjám er sléttur, grár, og með kvoðublöðrum, og verður rauðgulur, grófur og sprunginn á gömlum trjám. Barrið er nálarlaga, 2 til 3.5 sm langt, blágrænt að ofan og að neðan með áberandi loftaugarákum, og með hvössum oddi. Það er í spíral eftir sprotanum, en undið lítillega (s-lögun) til að vera uppsveigt ofan við sprotann.. Könglarnir eru uppréttir, 9 til 21 sm langir, gulgrænir (stöku sinnum purpuralitir), og verða brúnir og sundrast við þroska til að sosa vængjuð fræin að hausti.
Afbrigði
breytaÞað eru tvö, hugsanlega þrjú afbrigði:
- Abies magnifica var. magnifica A.Murray, rauðþinur — könglarnir eru stórir (14 til 21 sm), hreisturblöðkurnar eru stuttar, ekki sjáanlegar á lokuðum könglum. Mestöllu útbreiðslusvæði tegundarinnar, aðallega í Sierra Nevada.
- Abies magnifica var. shastensis Lemmon, (samnefni, Abies shastensis (Lemmon) Lemmon) Shasta rauðþinur — könglarnir eru stórir (14 til 21 sm), hreisturblöðkurnar eru lengri, sjáanlegar á lokuðum könglum. Norðvesturhluta útbreiðslusvæði tegundarinnar, í suðvestur Oregon og norðvestur Kaliforníu (Shasta County, Siskiyou County og Trinity County).
- Abies magnifica var. critchfieldii Lanner — í austurhlíðum Sierra Nevada — hugsanlega þriðja afbrigðið, einnig með langar hreisturblöðkur, er svo með smærri köngla, 9 til 15 sm langa.
Skyldleiki
breytaRauðþinur er náskyldur eðalþin (Abies procera), sem tekur við af honum lengra norður í Fossafjöllum. Þeir eru best greindir í sundur á barrinu; Eðalþinur er með gróp eftir miðstrengnum ofan á; rauðþinur hefur þetta ekki. Rauðþinur hefur einnig tilhneigingu að vera með gisnara barr, með sprotann vel sýnilegan, þar sem sprotinn er að mestu falinn undir barrinu á eðalþini. Könglar rauðþins eru yfirleitt með styttri stoðblöðkur, nema hjá Abies magnifica var. shastensis; þetta afbrigði er talið af sumum grasafræðingum vera blendingur milli tegundanna.
Nytjar
breytaViðurinn er notaður í byggingariðnaði og pappírsframleiðslu. Hann er einnig vinsæll sem jólatré.
Tilvísanir
breyta- ↑ Farjon, A. (2013). „Abies magnifica“. Rauði listi IUCN yfir tegundir í hættu. 2013: e.T42290A2970154. doi:10.2305/IUCN.UK.2013-1.RLTS.T42290A2970154.en. Sótt 19. nóvember 2021.
- ↑ Toby Musgrave; Chris Gardner & Will Musgrave (1999). The Plant Hunters. Seven Dials. bls. 147. ISBN 1-84188-001-9.
Viðbótar lesning
breyta- Chase, J. Smeaton (1911). Cone-bearing Trees of the California Mountains. Chicago: A. C. McClurg & Co. bls. 99. LCCN 11004975. OCLC 3477527. LCC QK495.C75 C4, with illustrations by Carl Eytel - Kurut, Gary F. (2009), "Carl Eytel: Southern California Desert Artist", California State Library Foundation, Bulletin No. 95, pp. 17-20 Geymt 23 september 2015 í Wayback Machine retrieved Nov. 13, 2011
Ytri tenglar
breyta- USDA Forest Service: Abies magnifica
- CalFlora Database: Abies magnifica
- Gymnosperm Database - Abies magnifica
- Arboretum de Villardebelle: Abies magnifica Photos - group 1
- Arboretum de Villardebelle: Abies magnifica Photos - group 2