Þuríður formaður

Þuríður Einarsdóttir (oftast nefnd Þuríður formaður) (1777 - 13. nóvember 1863) var einn mesti kvenskörungur í Árnesþingi á 19. öld og þekktust fyrir formennsku sína á sjó og því að koma upp um Kambsránið. Hún stundaði sjó til ársins 1843 og var lengst af formaður á bát en það þótti einstakt fyrir konur á hennar tíma.

Þuríður formaður var fædd á Stéttum í Hraunshverfi, en þar bjuggu foreldrar hennar í mörg ár, og þar ólst hún upp til 25 ára aldurs. Móðir Þuríðar var Helga yngri Bjarnadóttir í Ranakoti efra Þorsteinssonar, er bjó í Sandlækjarkoti árið 1703, Jónssonar. Ævi Þuríðar formanns er stundum skipt í þrjú tímabil að mestu eftir dvalarstöðum hennar.

Fyrsta tímabilið, þar til hún er 25 ára gömul, átti hún heima á Stéttum hjá foreldrum sínum. Hún byrjaði að róa á vorvertíð hjá föður sinum 11 ára gömul og er síðan látin róa vor og haust sjá föður sínum og Bjarna bróður sínum, þar til hún gerist fullgildur háseti á vetrarvertíð hjá Jóni í Móhúsum, þá rúmlega tvítug að aldri. Á þessum árum klæddist hún karlmannsfötum vegna sjómennskunnar en til þess þurfti sérstakt leyfi sýslumanns.

Annað tímabilið nær frá 18021830. Þá á hún heima á ýmsum stöðum í Stokkseyrarhverfinu, lengst í einum stað í Götu. Á þeim árum stendur hún upp á sítt besta. Þá byrjar hún formennsku fyrst á vor- og haustvertíð, síðan á vetrarvertiðum sem formaður á Stokkseyri frá 1816—30.

Þriðja tímabilið nær frá 1830 til dauðadags Þuríðar. Allan þann tíma á hún heima á Eyrarbakka að undanskildum 7 árum, 18401847, er hún dvaldist víð verslunarstörf í Hafnarfirði. Fyrsta áratuginn, sem hún átti heima á Eyrarbakka, var hún formaður í Þorlákshöfn á vetrarvertíðum og stýrði áttæringi og aflaði vel.

Lengst af var hún sjálfrar sín, ýmist við smábúhokur eða sem húskona á Skúmsstóðum þar til seinustu 8—9 árin sem hún lifði, er hún varð að þiggja sveitarstyrk, þá komin fast að áttræðu. Hún dó í Einarshöfn haustið 1863 86 ára gömul, furðanlega ern til hins síðasta.

Þuríðarbúð á Stokkseyri var reist árið 1949 til minningar um Þuríði formann. Búðin stendur nálægt þeim stað sem búð Þuríðar stóð.

Þuríður varð fræg fyrir að koma upp um Kambsránið, en það var rán, sem framið var á bænum Kambi í Flóa.

Tengt efni

breyta
   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.