Áttæringur er árabátur sem róið er með átta árum.[1] Hugtakið er aðallega notað um hefðbundna súðbyrta árabáta frá Norðurlöndum. Áttæringur var með átta ræði þar sem yfirleitt reru átta menn, einn á hvort borð, með stýrimann í skut. Stundum var sett barkaþófta með keipum aftan við barkarúmið fremst þar sem einn gat róið og varð báturinn þá tíróinn áttæringur. Flestir áttæringar voru búnir seglum af ýmsu tagi, meðal annars spritseglum og loggortuseglum, og gátu verið tvísigldir.

Áttæringur (átta manna far) frá Færeyjum.

Rúm og þóftur í áttæringi nefndust barkarúm (fremst), andófsþófta, andófsrúm, fyrirrúmsþófta, fyrirrúm, miðskipsþófta, miðrúm, austurrúmsþófta, austurrúm og bitaþófta aftast.[2][3]

Frægir áttæringar á Íslandi eru meðal annars hákarlaskipið Ófeigur og grindvíska skipið Óskabjörninn. Ófeigur var með þversegl (skautasegl). Árið 2023 stóðu „Hollvinasamtök áttæringsins“ fyrir smíði 11 metra langs áttærings sem var afhjúpaður á sjómannadaginn í Grindavík.

Tilvísanir breyta

  1. „Íslensk nútímamálsorðabók“. islenskordabok.arnastofnun.is (enska). Sótt 29. ágúst 2023.
  2. Magnús Guðmundsson (1969). „Endurminningar (2. hluti)“. Blik.
  3. „Byggðasafn Vestfjarða“. List fyrir alla.
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.