Ísland Got Talent
Ísland Got Talent er íslensk útgáfa af Got Talent-þáttunum. Þættirnir voru sýndir á sunnudögum á Stöð 2 frá 2014 til 2016 og urðu til þrjár þáttaraðir. Þættirnir ganga út á hæfileikakeppni þar sem þátttakendur keppast um að heilla dómarana og áhorfendur til að vinna keppnina. Fjórir dómarar velja í byrjun þáttaraðar hver komast áfram, en síðar í þáttaröðinni velja sjónvarpsáhorfendur með símakosningu hver komast áfram og sigra keppnina.
Ísland Got Talent | |
---|---|
Tegund | Raunveruleikasjónvarp |
Kynnir | Auðunn Blöndal |
Dómarar | |
Upprunaland | Ísland |
Frummál | Íslenska |
Fjöldi þáttaraða | 3 |
Fjöldi þátta | 33 |
Framleiðsla | |
Aðalframleiðandi | Gísli Berg |
Útsending | |
Upprunaleg sjónvarpsstöð | Stöð 2 |
Sýnt | 26. janúar 20142016 | –
Tenglar | |
IMDb tengill |
Dómarar fyrstu þáttaraðar voru Bubbi Morthens, Þórunn Antonía Magnúsdóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Jón Jónsson. Í annari þáttaröðinni, árið 2015, var Þórunni Antoníu sagt upp og Selma Björnsdóttir kom í hennar stað.[1] Auðunn Blöndal var kynnir þáttanna í fyrstu og annari þáttaröð.
Í þriðju þáttaröðinni, árið 2016 hættu allir dómarar og nýir tóku við, sem voru Dr. Gunni, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Marta María Jónasdóttir og Jakob Frímann Magnússon. Kynnir þáttanna var þá Emmsjé Gauti.
Meðal þekkts tónlistarfólks sem hefur keppt í þáttunum eru Bríet, Diljá og Laufey.
Þáttaraðir
breytaÞáttaröð 1
breytaÁrið 2013 var tilkynnt að Got Talent-þættirnir væru á leiðinni til Íslands. Dómarar voru Bubbi Morthens, Þórunn Antonía, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Jón Jónsson. Kynnir þáttanna var Auðunn Blöndal. Fest voru kaup á 50 fermetra LED skjá fyrir sjónvarpsþættina.[2] Verðlaunafé var 10 milljónir krónur.[3]
Í október 2013 fóru fram áheyrnarprufur á 13 stöðum um allt land.[4] Í þeim tóku framleiðendur þáttarins á móti eitt þúsund þátttakendum.[5] Upptökur og áheyrnarprufur fyrir dómarana hófust í desember í Austurbæ.[6] Þar tóku 120 atriði þátt og keppendur fluttu atriðin í fyrsta sinn fyrir framan dómnefnd.[4] Útsendingar hófust þann 26. janúar 2014 á Stöð 2.[7] Þættirnir voru sýndir á sunnudögum. Þrettán þættir voru sýndir í fyrstu þáttaröðinni, þar af voru fjórir þættir í beinni útsendingu.[8] 22 atriði komust áfram í undanútslit sem voru sýnd í beinni útsendingu. Beinar útsendingar hófust 30. mars og úrslitaþáttur fór fram 27. apríl.[9] Úr hverjum undanúrslitaþætti komust tvö atriði áfram í úrslit.[10][11] Dómarar fengu að velja eitt aukaatriði úr undanúrslitum til að hleypa áfram í úrslit.[12] Í úrslitum kepptu sjö atriði, þar á meðal söngkonan Laufey.[11]
Dansarinn Brynjar Dagur stóð endaði sem sigurvegari.[13] Í lok úrslitaþáttarins var tilkynnt að önnur þáttaröð yrði gerð.[13] Þættirnir slógu áhorfsmet hjá Stöð 2.[14]
Skýring:
- Sigurvegari
- Í öðru sæti
- Í þriðja sæti
- Komst í úrslit
- Valið sem aukaatriði af dómurum til að komast áfram í úrslitaþáttinn
Keppandi | Atriði | Aldur | Undanúrslit | Lokaniðurstaða |
---|---|---|---|---|
Brynjar Dagur | Dans | 15 | 3 | Sigurvegari |
Jón Arnór Pétursson | Töfrabrögð | 7 | 1 | 2. sæti |
Höskuldur og Margrét | Dans | 15 og 14 | 2 | 3. sæti |
Agnes og Arnar | Söngur, fiðla og gítar | 16 og 18 | 1 | Komst í úrslit |
Elva María | Söngur | 11 | 3 | Komst í úrslit |
Laufey Lín | Söngur og píanó | 14 | 2 | Komst í úrslit |
Páll Valdimar | Jójó | 22 | 2 | Komst í úrslit |
Alexander Aron | Söngur og gítar | 34 | 1 | Komst ekki áfram |
Iðunn Einarsdóttir | Söngur og gítar | 15 | 1 | Komst ekki áfram |
Karitas Harpa | Söngur | 23 | 1 | Komst ekki áfram |
Sara Lind og Elvar Kristinn | Dans | 12 | 1 | Komst ekki áfram |
Swaggerific | Dans | 16–24 | 1 | Komst ekki áfram |
Ásta Birna | Söngur | 31 | 2 | Komst ekki áfram |
Ásta Kristín | Súlufimi | 22 | 2 | Komst ekki áfram |
Helga Haraldsdóttir | Grín, söngur og gítar | 21 | 2 | Komst ekki áfram |
Óma Rómar | Söngur | 22–33 | 2 | Komst ekki áfram |
Alexander Smári | Píanó | 15 | 3 | Komst ekki áfram |
Aron Hannes | Söngur | 17 | 3 | Komst ekki áfram |
Hermann | Töfrabrögð | 14 | 3 | Komst ekki áfram |
Mr. Norrington | Söngur | 16–17 | 3 | Komst ekki áfram |
Perla og Brynjar | Dans | 16 og 17 | 3 | Komst ekki áfram |
Snorri Eldjárn | Söngur | 23 | 3 | Komst ekki áfram |
Þáttaröð 2
breytaÍ annari þáttaröð af Ísland Got Talent sátu Bubbi Morthens, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Jón Jónsson áfram í dómnefnd, en Selma Björnsdóttir kom inn sem dómari í staðinn fyrir Þórunni Antoníu.[15] Selma var listrænn ráðgjafi í beinu útsendingunum í fyrstu þáttaröðinni.[16][17] Kynnir þáttanna var áfram Auðunn Blöndal. Gullhnappur var í fyrsta sinn notaður í þáttunum, en hver dómari fær að nota hann einu sinni í áheyrnarprufunum til þess að senda atriði beint áfram í undanúrslit.[14] Verðlaunafé var aftur 10 milljónir krónur.[18]
Í september 2014 fóru fram áheyrnarprufur fyrir framleiðendur þáttarins fram í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti.[19] Þar tóku tæplega þúsund atriði þátt.[20] Upptökur og áheyrnarprufur fyrir dómara hófust í október og fóru fram í Korputorgi. Þar tóku 160 atriði þátt.[14] Útsendingar hófust 25. janúar 2015 á Stöð 2.[21] Þættirnir voru sýndir á sunnudögum. Ellefu þættir voru sýndir í annari þáttaröðinni, þar af voru 4 þættir í beinni útsendingu.[22] 19 atriði komust í undanúrslit sem voru sýnd í beinni útsendingu.[23] Beinar útsendingar hófust 15. mars og úrslitaþáttur fór fram 12. apríl.[24][25] Úr hverjum undanúrslitaþætti komust tvö atriði áfram í úrslit. Í úrslitum kepptu sex atriði, þar á meðal söngkonan Bríet.[18] Söngkonan Diljá Pétursdóttir komst í undanúrslit, en hafði ekki komist áfram í fyrstu þáttaröðinni.[26]
Söngkonan Alda Dís endaði sem sigurvegari annarar þáttaraðarinnar.[27] Hún fékk gullhnappinn frá Þorgerði Katrínu í áheyrnarprufunum.[28]
Skýring:
Keppandi | Atriði | Aldur | Undanúrslit | Lokaniðurstaða |
---|---|---|---|---|
Alda Dís1 | Söngur | 22 | 1 | Sigurvegari |
BMX Brós | BMX | 20 | 2 | 2. sæti |
Ívar og Magnús | Söngur | 28 og 26 | 3 | 3. sæti |
Agla Bríet | Söngur | 13 | 2 | Komst í úrslit |
Bríet Ísis | Söngur | 15 | 3 | Komst í úrslit |
Marcin Wisniewski | Söngur | 24 | 1 | Komst í úrslit |
Fimmund | Tónlist | 17-19 | 1 | Komst ekki áfram |
Flowon | Parkour | 15-24 | 1 | Komst ekki áfram |
Thelma Kajsdóttir | Söngur | 19 | 1 | Komst ekki áfram |
Undir eins | Söngur | 19 og 20 | 1 | Komst ekki áfram |
Element Crew | Dans | 14-42 | 2 | Komst ekki áfram |
Lukas2 | Söngur | 20 | 2 | Komst ekki áfram |
Margrét Saga3 | Söngur | 20 | 2 | Komst ekki áfram |
Rókur Jákupsson | Söngur | 35 | 2 | Komst ekki áfram |
Tindatríó | Söngur | 29-61 | 2 | Komst ekki áfram |
Dansflokkur danskompaní | Dans | 16-20 | 3 | Komst ekki áfram |
Diljá Pétursdóttir | Söngur | 13 | 3 | Komst ekki áfram |
Davíð Rist4 | Söngur | 19 | 3 | Komst ekki áfram |
Nikita og Hanna Rún | Dans | 27 og 24 | 3 | Komst ekki áfram |
^1 Alda Dís fékk gullhnappinn frá Þorgerði Katrínu.[29]
^2 Lukas fékk gullhnappinn frá Jóni.[30]
^3 Margrét Saga fékk gullhnappinn frá Selmu.[31]
^4 Davíð Rist fékk gullhnappinn frá Bubba.[32]
Þáttaröð 3
breytaÍ júní 2015 var tilkynnt um þriðju þáttaröðina.[20] Í þriðju þáttaröðinni hættu allir dómarar og nýir tóku við, sem voru Dr. Gunni, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Marta María Jónasdóttir og Jakob Frímann Magnússon. Kynnir var Emmsjé Gauti.[33] Selma Björnsdóttir varð aftur listrænn ráðgjafi í þáttunum.[34] Gullhnappurinn var aftur notaður og verðlaunafé fyrir sigurvegara var 10 milljónir krónur.[35]
Í september 2015 fóru fram áheyrnarprufur fyrir framleiðendur þáttanna víða á landinu auk þess að fólk gat sent inn myndbönd af atriðunum sínum.[36] Upptökur og áheyrnarprufur fyrir dómara hófust í október.[37] Útsendingar hófust 31. janúar 2016 á Stöð 2.[38] Þættirnir voru sýndir á sunnudögum. Níu þættir voru sýndir í þriðju þáttaröðinni, þar af voru 4 þættir í beinni útsendingu.[39] Dómarar völdu eitt aukaatriði til að hleypa áfram í undanúrslit og 22 atriði í heildina komust í undanúrslit sem voru sýnd í beinni útsendingu. [40] Beinar útsendingar hófust 6. mars og úrslitaþáttur fór fram 3. apríl.[35][41] Úr hverjum undanúrslitaþætti komust 2 atriði áfram í úrslit.[34] Í úrslitum kepptu sex atriði.[42]
Söngkonan Jóhanna Ruth endaði sem sigurvegari þriðju þáttaraðarinnar.[43]
Skýring:
- Sigurvegari
- Í öðru sæti
- Í þriðja sæti
- Komst í úrslit
- Fékk gullhnappinn frá dómara
- Valið sem aukaatriði af dómurum til að komast áfram í undanúrslit
Keppandi | Atriði | Aldur | Undanúrslit | Lokaniðurstaða |
---|---|---|---|---|
Jóhanna Ruth | Söngur | 14 | 2 | Sigurvegari |
Símon og Halla | Söngur og píanó | 16 | 1 | 2. sæti |
Sindri Freyr | Söngur og píanó | 13 | 3 | 3. sæti |
Eva Margrét 1 | Söngur | 23 | 3 | Komst í úrslit |
Kyrrð 2 | Tónlist | 15 | 1 | Komst í úrslit |
Baldur Dýrfjörð | Fiðluleikur | 16 | 2 | Komst í úrslit |
Anna Fanney 3 | Söngur | 12 | 1 | Komst ekki áfram |
Sigga Ey | Rapp | 16 | 1 | Komst ekki áfram |
Jón Víðis | Töfrabrögð | 45 | 1 | Komst ekki áfram |
Guðmundur Reynir | Söngur og píanó | 26 | 1 | Komst ekki áfram |
Yann Antonio | Dans | 20 | 1 | Komst ekki áfram |
Twice as Nice | Dans | 16 | 2 | Komst ekki áfram |
Stefán Þór | Parkour | 25 | 2 | Komst ekki áfram |
Dorthea | Söngur | 33 | 2 | Komst ekki áfram |
Spinkick | Taekwondo | 12-28 | 2 | Komst ekki áfram |
Ellert Kárason | Söngur og gítar | 16 | 2 | Komst ekki áfram |
Gylfi Örvarsson | Rapp | 14 | 3 | Komst ekki áfram |
Jakub Aleksander | Dans | 16 | 3 | Komst ekki áfram |
Lory | Loftfimleikar | 26 | 3 | Komst ekki áfram |
Thelma Dögg | Söngur | 24 | 3 | Komst ekki áfram |
Alan Jones | Söngur | 46 | 3 | Komst ekki áfram |
María Agnesardóttir 4 | Söngur | 15 | 3 | Komst ekki áfram |
^1 Eva Margrét fékk gullhnappinn frá Mörtu Maríu.[44]
^2 Kyrrð fékk gullhnappinn frá Dr. Gunna.[45]
^3 Anna Fanney fékk gullhnappinn frá Jakobi Frímanni.[46]
^4 María Agnesardóttir fékk gullhnappinn frá Ágústu Evu.[47]
Sigurvegarar, dómarar og kynnar
breytaSería | Sigurvegari | Kynnir | Dómari 1 | Dómari 2 | Dómari 3 | Dómari 4 |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | Brynjar Dagur | Auðunn Blöndal | Bubbi Morthens | Þórunn Antonía Magnúsdóttir | Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir | Jón Jónsson |
2 | Alda Dís | Selma Björnsdóttir | ||||
3 | Jóhanna Ruth | Gauti Þeyr Másson | Dr. Gunni | Ágústa Eva Erlendsdóttir | Marta María Jónsdóttir | Jakob Frímann Magnússon |
Upptökur
breytaSería | Húsnæði | Drykkur |
---|---|---|
1 | Austurbær | Appelsín |
2 | Korputorg | Appelsín |
3 | Turninn í Borgartúni | Kók |
Í hverri þáttaröð komu dómarar og keppendur saman og ákveðið var hvort keppendur komust áfram eða ekki, það var ekki tekið upp í stúdíóinu.
Sería | Húsnæði | Ár |
---|---|---|
1 | Iðnó | 2014 |
2 | Stöð 2 húsið | 2015 |
3 | Gamla Bíó | 2016 |
Tilvísanir
breyta- ↑ Ansnes, Guðrún (2. júní 2016). „Mér fannst ég einskis virði - Vísir“. visir.is. Sótt 30. júní 2023.
- ↑ „Sá stærsti kominn til Íslands - Vísir“. visir.is. 28. mars 2014. Sótt 22. janúar 2024.
- ↑ Alfreðsson, Haukur Viðar (12. september 2013). „Þorgerður Katrín dæmir í Ísland Got Talent - Vísir“. visir.is. Sótt 21. janúar 2024.
- ↑ 4,0 4,1 Ármanns, Ellý (8. desember 2013). „Viðamestu upptökur Stöðvar 2 frá upphafi - Vísir“. visir.is. Sótt 21. janúar 2024.
- ↑ Sverrisdóttir, Hanna Rún (12. október 2013). „Gríðarleg stemning í Ísland Got Talent - Fólk á öllum aldri og jafnvel dýr - Vísir“. visir.is. Sótt 21. janúar 2024.
- ↑ Ármanns, Ellý (3. desember 2013). „Bubbi brattur baksviðs - Vísir“. visir.is. Sótt 21. janúar 2024.
- ↑ Gunnarsdóttir, Lilja Katrín (21. janúar 2014). „Þessi kom dómurum rækilega á óvart - Vísir“. visir.is. Sótt 21. janúar 2024.
- ↑ „Mesta áhorf frá upphafi - Vísir“. visir.is. 8. febrúar 2014. Sótt 21. janúar 2024.
- ↑ Ármanns, Ellý (25. mars 2014). „Miðasala á Ísland Got Talent hafin - Vísir“. visir.is. Sótt 22. janúar 2024.
- ↑ „Jón Arnór töframaður áfram ásamt Arnari og Agnesi - Vísir“. visir.is. 30. mars 2014. Sótt 22. janúar 2024.
- ↑ 11,0 11,1 Daðason, Kolbeinn Tumi (6. apríl 2014). „Píanó- og danssnillingar komust í úrslit - Vísir“. visir.is. Sótt 22. janúar 2024.
- ↑ Pálsson, Stefán Árni (13. apríl 2014). „Brynjar, Elva María og Palli jójó í úrslit - Vísir“. visir.is. Sótt 22. janúar 2024.
- ↑ 13,0 13,1 „Brynjar Dagur vann Ísland Got Talent - Vísir“. visir.is. 27. apríl 2014. Sótt 22. janúar 2024.
- ↑ 14,0 14,1 14,2 Bjarnason, Freyr (27. október 2014). „Gullhnappur notaður í Talent - Vísir“. visir.is. Sótt 28. janúar 2024.
- ↑ Pálsson, Stefán Árni (12. september 2014). „Selma Björnsdóttir tekur sæti í dómnefnd Ísland Got Talent - Vísir“. visir.is. Sótt 28. janúar 2024.
- ↑ Ármanns, Ellý (25. mars 2014). „Miðasala á Ísland Got Talent hafin - Vísir“. visir.is. Sótt 22. janúar 2024.
- ↑ Gunnarsdóttir, Þórdís Lilja (29. mars 2014). „Kom sjálfri sér á óvart - Vísir“. visir.is. Sótt 22. janúar 2024.
- ↑ 18,0 18,1 Daðason, Kolbeinn Tumi (29. mars 2015). „Sjáðu atriðin sex sem berjast um tíu milljónir - Vísir“. visir.is. Sótt 29. janúar 2024.
- ↑ „Skráning í fullum gangi fyrir Ísland Got Talent! - Vísir“. visir.is. 10. september 2014. Sótt 28. janúar 2024.
- ↑ 20,0 20,1 Ármannsson, Bjarki (5. júní 2015). „Hæfileikafólks leitað fyrir þriðju seríu Ísland Got Talent - Vísir“. visir.is. Sótt 29. janúar 2024.
- ↑ Kjartansson, Kjartan Atli (25. janúar 2015). „Grænlensk systir Mörtu Maríu sló í gegn - Vísir“. visir.is. Sótt 29. janúar 2024.
- ↑ Ármannsson, Bjarki (8. mars 2015). „Ísland got Talent: Söngkonan frá Snæfellsnesi valin besta augnablikið - Vísir“. visir.is. Sótt 29. janúar 2024.
- ↑ Ármannsson, Bjarki (8. mars 2015). „Ísland got Talent: Þessir komust áfram í undanúrslit - Vísir“. visir.is. Sótt 29. janúar 2024.
- ↑ Pálsson, Stefán Árni (15. mars 2015). „Ísland Got Talent í beinni: Hvaða atriði fara áfram? - Vísir“. visir.is. Sótt 29. janúar 2024.
- ↑ Jakobsdóttir, Nanna Elísa (15. mars 2015). „Fyrst í úrslit Ísland Got Talent: „Alda Dís er náttúrulega stórkostleg söngkona" - Vísir“. visir.is. Sótt 29. janúar 2024.
- ↑ haraldsson, ingvar (15. febrúar 2015). „Diljá var stressuð en söng eins og engill - Vísir“. visir.is. Sótt 29. janúar 2024.
- ↑ Eiðsson, Jóhann Óli (15. apríl 2015). „Myndaveisla frá úrslitakvöldi Ísland Got Talent - Vísir“. visir.is. Sótt 29. janúar 2024.
- ↑ Pálsson, Gunnar Leó (1. mars 2015). „Með betri söngvurum sem Bubbi hefur heyrt í lengi - Vísir“. visir.is. Sótt 29. janúar 2024.
- ↑ Jakobsdóttir, Nanna Elísa (15. mars 2015). „Fyrst í úrslit Ísland Got Talent: „Alda Dís er náttúrulega stórkostleg söngkona" - Vísir“. visir.is. Sótt 30. janúar 2024.
- ↑ haraldsson, atli ísleifsson og ingvar (1. febrúar 2015). „Settist á gullhnappinn og verkjaði í rassinn í viku - Vísir“. visir.is. Sótt 30. janúar 2024.
- ↑ Eiðsson, Jóhann Óli (8. febrúar 2015). „Ung móðir frá Akranesi söng Selmu upp úr skónum - Vísir“. visir.is. Sótt 30. janúar 2024.
- ↑ Kjartansson, Kjartan Atli (25. janúar 2015). „Fékk annan séns og náði í gullhnappinn - Vísir“. visir.is. Sótt 30. janúar 2024.
- ↑ Pálsson, Stefán Árni (5. október 2015). „Emmsjé Gauti verður kynnir í Ísland Got Talent: Ætlar beint í ræktina til líta vel út á skjánum - Vísir“. visir.is. Sótt 29. janúar 2024.
- ↑ 34,0 34,1 sigurþórsdóttir, sunna karen (6. mars 2016). „Ísland Got Talent: Sjáðu siguratriði kvöldsins - Vísir“. visir.is. Sótt 30. janúar 2024.
- ↑ 35,0 35,1 Pálsson, Stefán Árni (2. mars 2016). „Þessi atriði komust áfram í Ísland Got Talent - Vísir“. visir.is. Sótt 30. janúar 2024.
- ↑ Pálsson, Stefán Árni (10. september 2015). „Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig í Ísland got talent - Vísir“. visir.is. Sótt 29. janúar 2024.
- ↑ Jónsson, Starri Freyr (2. nóvember 2015). „Hæfileg blanda af gleði og stressi - Vísir“. visir.is. Sótt 30. janúar 2024.
- ↑ Eiðsson, Jóhann Óli (31. janúar 2016). „Ganverskur maður steig framúrstefnulegan dans í Ísland Got Talent - Vísir“. visir.is. Sótt 29. janúar 2024.
- ↑ Pálsson, Stefán Árni (21. mars 2016). „Hnerraði yfir allan salinn í Ísland Got Talent - Myndband - Vísir“. visir.is. Sótt 30. janúar 2024.
- ↑ Pálsson, Stefán Árni (2. mars 2016). „Dómararnir fengu neyðarfund með framleiðendunum: Komu einum keppanda á óvart og hún fékk sjokk - Vísir“. visir.is. Sótt 30. janúar 2024.
- ↑ Stefánsdóttir, Guðrún Jóna (15. mars 2016). „Ég bjóst alveg við því að vinna - Vísir“. visir.is. Sótt 30. janúar 2024.
- ↑ Pálsson, Stefán Árni (21. mars 2016). „Frikki Dór fór á kostum í Ísland Got Talent og frumflutti brot úr nýju lagi - Vísir“. visir.is. Sótt 30. janúar 2024.
- ↑ Jakobsdóttir, Nanna Elísa (3. apríl 2016). „Jóhanna Ruth vann Ísland Got Talent - Vísir“. visir.is. Sótt 30. janúar 2024.
- ↑ Jónsson, Stefán Ó (7. febrúar 2016). „Ísland Got Talent: Gullinu rigndi yfir Evu - Vísir“. visir.is. Sótt 30. janúar 2024.
- ↑ Eiðsson, Jóhann Óli (21. febrúar 2016). „Ísland Got Talent: Síðasti gullhnappurinn fyrir síðasta keppandann - Vísir“. visir.is. Sótt 30. janúar 2024.
- ↑ Eiðsson, Jóhann Óli (14. febrúar 2016). „Ísland Got Talent: „Þegar maður heyrir svona rödd verður maður að ýta á gullhnappinn" - Vísir“. visir.is. Sótt 30. janúar 2024.
- ↑ Eiðsson, Jóhann Óli (28. febrúar 2016). „Ísland Got Talent: Síðasti gullhnappurinn fyrir síðasta keppandann - Vísir“. visir.is. Sótt 30. janúar 2024.