Ísland Got Talent er íslensk útgáfa af Got Talent-þáttunum. Þættirnir voru sýndir á Stöð 2 frá 2014 til 2016 og urðu til þrjár þáttaraðir. Þættirnir ganga út á hæfileikakeppni þar sem þátttakendur keppast um að heilla dómarana og áhorfendur til að vinna keppnina. Fjórir dómarar velja í byrjun þáttaraðar hver komast áfram, en síðar í þáttaröðinni velja sjónvarpsáhorfendur hver komast áfram og sigra keppnina.

Ísland Got Talent
Veggspjald fyrir fyrstu þáttaröð þáttarins.
TegundRaunveruleikaþáttur
KynnirAuðunn Blöndal
Dómarar
UpprunalandÍsland
FrummálÍslenska
Fjöldi þáttaraða3
Fjöldi þátta33
Útsending
Upprunaleg sjónvarpsstöðStöð 2
Sýnt2014 – 2016
Tenglar
IMDb tengill

Dómarar fyrstu þáttaraðar voru Bubbi Morthens, Þórunn Antonía Magnúsdóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Jón Jónsson. Í annari þáttaröðinni, árið 2015, var Þórunni Antoníu sagt upp og Selma Björnsdóttir kom í hennar stað.[1] Auðunn Blöndal var kynnir þáttanna í fyrstu og annari þáttaröð.

Í þriðju þáttaröðinni, árið 2016 hættu allir dómarar og nýjir tóku við, sem voru Dr. Gunni, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Marta María Jónasdóttir og Jakob Frímann Magnússon. Kynnir þáttana var þá Emmsjé Gauti.

Meðal þekkts tónlistarfólks sem hefur keppt í þáttunum eru Bríet og Diljá.

Þáttaraðir breyta

Sigurvegarar, dómarar og kynnar Ísland Got Talent
Sería Sigurvegari Kynnir Dómari 1 Dómari 2 Dómari 3 Dómari 4
1 Brynjar Dagur Auðunn Blöndal Bubbi Morthens Þórunn Antonía Magnúsdóttir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Jón Jónsson
2 Alda Dís Selma Björnsdóttir
3 Jóhanna Ruth Gauti Þeyr Másson Dr. Gunni Ágústa Eva Erlendsdóttir Marta María Jónsdóttir Jakob Frímann Magnússon

Upptökur breyta

Stúdíó þar sem keppnin var haldin
Sería Húsnæði Drykkur
1 Austurbær Appelsín
2 Korputorg Appelsín
3 Turnin í Borgartúni Kók

Í hverri þáttaröð komu dómarar og keppendur saman og ákveðið var hvort keppendur komust áfram eða ekki, það var ekki tekið upp í stúdíóinu.

Sería Húsnæði Ár
1 Iðnó 2014
2 Stöð 2 húsið 2015
3 Gamla Bíó 2016

Tilvísanir breyta

  1. Ansnes, Guðrún (2. júní 2016). „Mér fannst ég einskis virði - Vísir“. visir.is. Sótt 30. júní 2023.
   Þessi sjónvarpsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.