Jójó
Jójó er leikfang upprunalega frá um árinu 500 f.Kr. sem byggist á öxli tengdum við tvo diska, ásamt bandi sem vafið er utan um öxulinn, sambærilegt tvinnakefli. Hinn endinn á bandinu er venjulega bundinn til að mynda hring sem fingur er stungið inn í, og svo hægt að kasta jójóinu með þeim hætti að diskarnir spinnast.