Raunveruleikasjónvarp

Raunveruleikasjónvarp er dagskrárgerð í sjónvarpi sem felst í því að sýna dramatísk eða gamansöm atriði sem virðast óundirbúin og ekki leikin. Venjulega eru leikarar í raunveruleikasjónvarpi ómenntaðir (en oft sjónvarpsvanir þó) eða óþekktir. Handrit er notað en leikararnir eru kannski óvitandi um það hvert þeirra hlutverk er nákvæmlega og hver útkoman verður. Oft er einhvers konar sjónvarpsleikur, keppni, þraut eða áheyrnarprufa hluti af dagskránni. Tækni eins og fluga á vegg-myndataka, falin myndavél og raunveruleikaáhrif er notuð til að skapa tilfinningu fyrir því að hlutirnir sem sjást séu ekki leiknir.

Raunveruleikasjónvarp af einhverju tagi hefur verið til frá upphafi sjónvarpsþáttagerðar. Hugtakið varð fyrst áberandi í umræðu um fjölmiðla seint á 10. áratugnum þegar sprenging varð í framleiðslu sjónvarpsþáttaraða af þessu tagi. Harðar deilur í kringum suma af þessum þáttum, eins og Big Brother, hafa gert raunveruleikasjónvarp að umtalaðasta sjónvarpsefni síðustu ára.

Tengt efni

breyta