Ángel Romano
Alfredo Ángel Romano (f. 2. ágúst 1893 - d. 22. ágúst 1972) var knattspyrnumaður frá Úrúgvæ, sem lék oftast nær sem kantmaður. Hann var í sigurliði Úrúgvæ á Ólympíuleikunum 1924 í París og enn í dag fimmti markahæsti leikmaður í sögu landsliðsins.
Ángel Romano | ||
Upplýsingar | ||
---|---|---|
Fullt nafn | Sábato Ángel Romano | |
Fæðingardagur | 2. ágúst 1893 | |
Fæðingarstaður | Montevídeó, Úrúgvæ | |
Dánardagur | 22. ágúst 1972 (79 ára) | |
Dánarstaður | Montevídeó, Úrúgvæ | |
Leikstaða | Innframherji | |
Meistaraflokksferill1 | ||
Ár | Lið | Leikir (mörk) |
1910 | Nacional | - |
1911-13 | CURCC | - |
1913-15 | Boca Juniors | - |
1915-30 | Nacional | - |
Landsliðsferill | ||
1911-1927 | Úrúgvæ | 70 (28) |
1 Leikir með meistaraflokkum og mörk |
Ævi og ferill
breytaÁngel Romano fæddist í Montevideo árið 1893 og hóf keppnisferil sinn rétt um sautján ára gamall hjá Nacional. Þaðan lá leiðin til Central Uruguay Railway Cricket Club sem var stórveldi í árdaga knattspyrnunnar í Úrúgvæ. Frá 1913-15 var hann í herbúðum Boca Juniors í Argentínu en að því loknu gekk hann aftur til liðs við Nacional og lék undir þeirra merkjum allt til loka ferilsins árið 1930, á þeim tíma varð hann átta sinnum úrúgvæskur meistari, en fyrir átti hann einn titil með C.U.R.C.C.
Landsliðsferill Romano hófst þegar árið 1911 og stóð til 1927. Á þeim tíma lék hann 70 landsleiki og skoraði í þeim 28 mörk. Meðal afreka hans á því tímabili var að vinna Copa America sex sinnum. Hann var jafnframt í liðinu sem varð Ólympíumeistari árið 1924, en frammistaða Úrúgvæ þar varð til þess að koma Suður-Ameríku á kortið í heimsfótboltanum.
Ángel Romano var einn fyrsti suður-ameríski knattspyrnumaðurinn til að fá viðurnefnið „El Loco“ (sá kolóði), með vísun í hversu óútreiknanlegur og sókndjarfur hann var, en ótalmargir fótboltamenn frá þeim slóðum hafa síðar fengið þá nafnbót.
Heimildir
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Ángel Romano“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 4. júní 2022.