LA Galaxy er bandarískt knattspyrnulið með aðsetur í Los Angeles í Kaliforníu. Liðið var stofnað 15. júní 1994 og leikur í vesturdeild Major League Soccer. Frægir leikmenn sem hafa spilað með félaginu eru meðal annara David Beckham, Zlatan Ibrahimović og Steven Gerrard og Jorge Campos

LA Galaxy er í eigu Anschutz Entertainment Group. Á upphafsárunum Lék félagið heimaleiki sína á Rose Bowl vellinum í Pasadena í Kaliforníu. Síðan árið 2003, hafa þeir hinsvegar leikið heimaleiki sína á Dignity Health Sports Park í Carson. Félgið er með mikinn nágrannaríg við San Jose Earthquakes sem einnig eru frá Kaliforníu. Árið 2018 kom nýr nágranni til sögunnar, Los Angeles FC, og er sá rígur oft nefndur El Tráfico.