Háskólinn í Zürich

(Endurbeint frá Háskólinn í Zurich)

Háskólinn í Zürich (þýska: Universität Zürich), oft nefndur UZH, er rannsóknaháskóli í Zürich í Sviss og stærsti háskóli landsins með yfir 25 þúsund nemendur. Skólinn var stofnaður árið 1833 með sameiningu guðfræði-, laga- og læknaskóla en um leið var stofnuð heimspekideild við skólann. Í dag eru deildir skólans flokkaðar í hugvísindasvið, hagfræðisvið, náttúruvísindasvið, læknaskóla, lagaskóla, guðfræðiskóla og dýralækningaskóla. Á fjórða þúsund kennarar og sérfræðingar starfa við skólann og á nítjánda þúsund nemendur stunda þar nám, þar af rúmlega sex þúsund framhaldsnemar.

Suðurhlið Aðalbyggingar Háskólans í Zürich.

Tenglar

breyta