Eðlisfræði

(Endurbeint frá Eðlisfræðingur)

Eðlisfræði er sú grein náttúruvísindanna sem fjallar um samhengi efnis, orku, tíma og rúms og beitir vísindalegum aðferðum við hönnun líkana, sem setja náttúrufyrirbæri í stærðfræðilegan búning. Eðlisfræðingar rannsaka m.a. víxlverkun efnis og geislunar og samhengi efnis og orku, tíma og rúms án þess að reyna að svara grundvallarspurningum eins og hvað efni, orka, tími og rúm eru. Eðlisfræðin skýrir efni þannig að það sé samsett úr frumeindum, sem eru samsettar úr kjarneindum, sem aftur eru gerðar úr kvörkum. Efni og orka eru í raun sama fyrirbærið samkvæmt afstæðiskenningunni. Geislun er skýrð með ljóseindum og/eða rafsegulbylgjum (tvíeðli). Lögmál eðlisfræðinnar eru flest sett fram sem stærðfræðijöfnur, yfirleitt sem línulegt samband tveggja stærða, eða sem 1. eða 2. stigs deildajöfnur. Nútímaeðlisfræði reynir að sameina megingreinar eðlisfræðinnar, rafsegulfræði (rafsegulkrafturinn), þyngdaraflsfræði (þyngdarkrafturinn) og kjarneðlisfræði (sterka- og veika kjarnakraftinn) í eina allsherjarkenningu.

Helstu greinar eðlisfræðinnarBreyta

Klassísk aflfræðiRafsegulfræðiVarmafræðiAfstæðiskenninginSafneðlisfræðiStjarneðlisfræðiLjósfræðiSkammtafræðiÖreindafræðiKjarneðlisfræðiÞétteðlisfræði

 
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu