Wikipedia:Samvinna mánaðarins/október, 2008

Lausafjárkreppan 2007-2008 og Efnahagskreppan á Íslandi 2008 eru tvö mál, ofarlega á baugi í allri þjóðfélagsumræðu, sem eiga rætur sínar að rekja til undirmálslánakrísunnar svonefndu í Bandaríkjunum en þá er átt við fjölda húsnæðislána sem lánþegar gátu ekki endurgreitt sem varð til þess að stórir bandarískir bankar þ.á.m. Indymac Federal Bank, Fannie Mae og Freddie Mac, Lehman Brothers, AIG, Merrill Lynch, o.fl. lentu í miklum skakkaföllum. Bankar í Evrópu og víðar hafa átt í vanda við að útvega sér lausafé í a.m.k. eitt ár, fyrsti bankinn sem varð gjaldþrota var breski bankinn Northern Rock, í september 2007.

Á Íslandi hófst atburðarrásin um vorið 2008 þegar íslenska gengisvísitalan féll um 6,97% þann 17. mars. Rætt var um að erlendir vogunarsjóðir hefðu gert atlögu að íslenskum efnahag. Bent var á að gjaldeyrisvaraforði Seðlabanka Íslands væri að öllum líkindum of lítill ef á myndi reyna. Þann 29. september keypti Ríkissjóður Íslands 75% hlut í einkabankanum Glitni til þess að koma í veg fyrir gjaldþrot hans. Sama dag fór Stoðir, eitt stærsta fyrirtæki á landinu og hluthafi í Glitni, fram á greiðslustöðvun.

Tengd viðfangsefni sem þarfnast uppfærsla og viðbóta breyta