Wikipedia:Grein mánaðarins/12, 2008

Kárahnjúkavirkjun veturinn 2007.

Kárahnjúkavirkjun er 690 MW vatnsaflsvirkjun á hálendi Íslands norðan Vatnajökuls. Virkjunin sér álveri Alcoa á Reyðarfirði fyrir raforku. Virkjaðar eru jökulár Vatnajökuls: Jökulsá á Dal, Jökulsá í Fljótsdal, Kelduá og þrjár þverár hennar. Mannvirkið sem slíkt hefur verið nefnt stærsta framkvæmd Íslandssögunnar. Undirbúningur að verkinu hófst árið 1999, framkvæmdir hófust 2002 og loks var virkjunin formlega gangsett 30. nóvember 2007. Til verksins voru fengnir þúsundir erlendra iðnaðarmanna, og var aðalverktakafyrirtækið, Impregilo, ítalskt. Um virkjunina og byggingu álversins hafa staðið miklar deilur milli þeirra sem eru á móti spillingu umhverfisins og annarra sem telja uppbygginguna jákvæða.