Impregilo
Impregilo er ítalskt bygginga- og verkfræðifyrirtæki með höfuðstöðvar í Sesto San Giovanni hjá Mílanó. Fyrirtækið var stofnað árið 1959 með sameiningu fyrirtækjanna Cogefar-Impresit S.p.A., Girola S.p.A. og Lodigiani S.p.A.. Það hefur vaxið með sameiningum við önnur fyrirtæki og er nú stærsta verktakafyrirtækið í sinni grein á Ítalíu. Það hefur fengist við fjölda stórra verkefna um allan heim. Dæmi um stór verkefni sem fyrirtækið hefur komið að eru Karíbastíflan í Simbabve (Impresit) 1959, Dez-stíflan í Íran 1963, Lesótóvatnaflutningaverkefnið 1998 og Nathpa Jhakri-vatnsafnsvirkjanaverkefnið á Indlandi 2003. Impregilo er aðalverktaki við byggingu Kárahnjúkavirkjunar sem lauk árið 2009.