Wikipedia:Grein mánaðarins/04, 2020

Vladímír Pútín er annar forseti Rússlands.

Hann útskrifaðist frá lögfræðideild Ríkisháskólans í Leníngrad árið 1975 og hóf störf hjá KGB. Á árunum 1985-1990 starfaði hann í Austur-Þýskalandi. Frá árinu 1990 gegndi hann ýmsum embættum, meðal annars í Ríkisháskólanum í Leníngrad, borgarstjórn Sankti-Pétursborgar og frá 1996 hjá stjórnvöldum í Kreml. Í júlí 1998 var hann skipaður yfirmaður FSB (arftaka KGB) og frá mars 1999 var hann samtímis ritari Öryggisráðs rússneska sambandslýðveldisins. Frá 31. desember 1999 var hann settur forseti rússneska sambandslýðveldisins en 26. mars 2000 var hann kosinn forseti. Hann var endurkjörinn 14. mars 2004. Hann varð forsætisráðherra Rússlands frá 2008 til 2012 og var síðan aftur kjörinn forseti árin 2012 og 2018.

Vladímír Pútín talar auk rússnesku, þýsku og ensku. Hann var giftur Ljúdmílu Aleksandrovnu Pútínu til ársins 2014. Þau eiga saman tvær dætur, Maríu (f. 1985) og Katerínu (f. 1986).

Fyrri mánuðir: Íslensk matargerðRojavaEva Perón