Anna Nicole Smith

(Endurbeint frá Vickie Lynn Marshall)

Vickie Lynn Hogan betur þekkt sem Anna Nicole Smith (28. nóvember 19678. febrúar 2007) var bandarísk fyrirsæta, raunveruleika stjarna í sjónvarpi, leikkona og kyntákn. Hún hlaut sínar fyrstu vinsældir þegar að hún sat fyrir nakin hjá Playboy, sem leiddi til þess að hún var valin leikfélagi ársins 1993. Hún varð þekkt sem fyrirsæta eftir að hún sat fyrir hjá vinsælum fatnaðar vörumerkjum þar á meðal Guess, Lane Bryant og H&M. Hún lék einnig í nokkrum kvikmyndum og var með sinn eiginn raunveruleikaþátt The Anna Nicole Show.

Anna Nicole Smith
Anna Nicole Smith á MTV verðlaununum 2005
Upplýsingar
Fædd28. nóvember 1967(1967-11-28)
Fáni Bandaríkjana Houston, Texas, USA
Dáin8. febrúar 2007 (39 ára)
Önnur nöfnVickie Lynn Hogan
StörfFyrirsæta, leikkona, sjónvarpspersónuleiki
Helstu hlutverk
Tanya Peters í Naked Gun 3 1/3: The final insult

Smith var fædd í Texas, þar sem að hún var alin upp af einstæðri móður sinni. Hún hætti í gagnfræðiskóla og stakk af frá móður sinni til þess að gifta sig aðeins 17 ára gömul. Annað hjónaband hennar við milljarðamæringinn J. Howard Marshall fékk mikla athygli fjölmiðla en hann var 63 árum eldri en hún og bundinn í hjólastól sem leiddi í vangaveltur um hvort að hún hefði gifst honum fyrir peningana sína. Eftir dauða hans, fór hún í gegnum langar deilur við fjölskyldu hans um hver ætti að erfa hann.

Hún lést 39 ára gömul, eftir ofskammt af lyfseðliskyldum lyfjum. Í marga mánuði eftir andlát hennar stóðu deilur um hvar ætti að grafa hana og hver væri raunverulegur faðir nýfæddrar dóttur hennar, Dannielynn.

Vickie Lynn Hogan fæddist þann 28. nóvember árið 1967 í Harris County í Texas fylki. Hún var einkabarn hjónanna Donald Eugene Hogan (fæddur 12. júlí 1947) og Virgie Mae Tabers (fædd 12. júlí 1951). Hún átti samt einn eldri hálfbróður David Luther Tucker, Jr. Foreldrar hennar giftu sig í febrúar 1967 en hjónabandið entist ekki lengi og þau skildu þann 4. nóvember 1969 þegar hún var aðeins tveggja ára gömul. Faðir hennar yfirgaf hana og giftist aftur seinna.

Um leið og hún kláraði níunda bekk sendi móðir hennar hana til Mexia í Texas þar sem að frænka sín átti heima. Hún var glöð að vera laus frá móður sinni sem að flengdi hana oft. Hún hóf nám við Mexia High School en þegar hún var komin hálfleiðina í gegnum fyrsta árið sitt hætti hún og gerðist þjónustustúlka á veitingastað.

Móðir hennar var óánægð með hana, en það skipti Vickie ekki máli. Á meðan hún vann á veitingastaðnum Jim's Krispy Fried Chicken hitti hún Billy Wayne Smith, 16 ára gamlan kokk. Þann 4. apríl 1985 giftust þau og ári seinna eignuðust þau soninn Daniel Wayne Smith. Árið 1987 slitu þau vinskap og hún fór með eins árs son sinn til Houston. Þau voru samt ekki löglega skilin fyrr en í Febrúar, 1993.

Hún vann sem þjónustustúlka á nokkrum veitingastöðum áður en hún hóf ferill sinn sem strippari. Í október 1991 sá hún auglýsingu frá Playboy þar sem verið var að leita að ungum stúlkum til að sitja fyrir í blaðinu.

Playboy-ferill

breyta

Árið 1992 hófst ferill hennar. Hugh Hefner sjálfur valdi hana til að vera á forsíðu mars útgáfu Playboy. Hún var kölluð Vickie Smith í blaðinu en valdi seinna sviðsnafnið Anna Nicole Smith. Í blaðinu sagði hún að henni dreymdi um að verða næsta Marilyn Monroe. Fyrr en varir var hún orðin ein af vinsælustu fyrirsætum Playboy þar sem að barmur hennar var mun stærri en aðra Playboy-fyrisætna. Árið 1993 var hún valin leikfélagi ársins af Playboy.

Eftir að Anna var fyrst sýnd í Playboy slógust fataframleiðendur um að láta taka myndir af henni í fötunum þeirra. Anna skrifaði undir samning við Guess gallabuxna framleiðandann og tók við af Claudiu Schiffer sem fyrirsæta fyrirtækisins. Rétt fyrir jól árið 1993 voru líka teknar myndir af henni fyrir sænska fataframleiðandann H&M þar sem að hún auglýsti nærföt. Hún birtist á stórum auglýsingaskiltum í Svíþjóð og Noregi.

Bandaríska tímaritið New York birti mynd af henni á forsíðu blaðsins 22. ágúst 1994 þar sem að fyrirsögnin var „White Trash Nation“. Á myndini var hún klædd í stutt kúrekaföt og borðaði flögur. Tveimur mánuðum seinna, í október 1994, kærði hún blaðið og heimtaði $5.000.000 (um 600 milljón íslenskar krónur) í skaðabætur. Lögmaður Smith sagði að henni hafði verið sagt að hún ætti að vera ímynd bandaríska kvenna. Seinna sagði hann að þessi mynd hefði verið tekin bara til gamans eftir að myndatakan var búin.

Anna og J. Howard Marshall

breyta

Á meðan hún var ennþá bara strippari árið 1991 kynntist hún gömlum milljónamæring, J. Howard Marshall. Þau hófu samband eftir það. Marshall var þegar giftur og átti hjákonu þegar að hann kynntist Önnu. Eftir að kona hans og hjákona dóu báðar þá leitaði hann oftar til Önnu. Þau urðu mjög góðir vinir og hann bað hennar oft en hún hafnaði honum alltaf. Árið 1993 skildi hún löglega við fyrrverandi eiginmann sinn og aðeins ári seinna var hún gift hinum 89 ára gamla J. Howard Marshall. Fjölmiðlarnir rifu hana í tætlur í blöðunum og kjaftasögur um að hún hafi bara gifst honum fyrir peningana fóru um. Anna bjó samt aldrei með Marshall en hún sagði að hún elskaði eiginmann sinn. Þrettán mánuðum eftir giftinguna lést Marshall.

Arfurinn

breyta

Aðeins nokkrum vikum eftir að Marshall dó fóru Anna og fóstursonur hennar(sem var 28 árum eldri en hún) að deila um hver skyldi fá arfinn. Hinn sonur Marshalls J.Howard Marshall III krafðist líka hluta af arfinum en nafn hans hafði ekki verið á erfðarskránni. Smith sagði að Marshall hafi lofað henni helming af húsinu sínu ef að hún giftist honum. Deilur um arf eiginmanns hennar héldu áfram þangað til að hún dó.

Kvikmynda- og sjónvarpsferill

breyta

Anna Nicole átti erfitt með að gleðja gagnrýnendurna með leik sínum. Hún hreppti Razzie-verðlaunin árið 1995 sem versta nýja kvikmyndastjarna ársins. Sama ár lék hún aðalhlutverkið í myndinni To the limit þar sem að hún leikur spæjara sem að reynir að hefna fyrir morð eiginmanns síns. Árið 1997 framleiddi hún og lék aðalhlutverkið í myndinni Skyscraper. Myndin fjallaði um þyrluflugmann sem að neyðist til að lenda á skýjakljúfri og finnur síðan út að byggingin er hertekin af erlendum hryðjuverkamönnum.

Leikur hennar í báðum myndum var harðlega dæmdur og spjallþáttarstjórnendur rifu hana í tætlur í þáttum sínum. Á sama tíma var Anna enn þá að rífast við fjölskyldu fyrrverandi eiginmanns síns um húsið hans. Árið 2002 fékk hún sinn eigin raunveruleikaþátt þar sem að áhorfendur E! stöðvarinnar fengu að fylgjast með lífi hennar. 26 þættir voru framleiddir.

Árið 2003 lék Anna sig sjálfa í myndinni Wasabi Tuna sem fjallaði um nokkra unglinga sem ræna hundinum hennar, Sugar-Pie, á hrekkjavöku. Anna kom líka fram í myndinni Be Cool með John Travolta og Uma Thurman.

Síðasta mynd Önnu var Illegal Aliens sem fjallaði um geimverur sem umbreyta sér í kynbombur til þess að bjarga jörðinni. Anna skrifaði bæði handritið og lék aðalhlutverkið en myndinn fór aldrei í bíó.

Einkalíf

breyta

Dannielynn

breyta

Þann 1. júní,2006 lét Anna Nicole Smith heiminn vita að hún væri ólétt með sitt annað barn. Í myndbandi á vefsvæði sínu sagði hún að hún vildi binda enda á alla orðrómana um hvort hún væri ólétt eða ekki. Fjórum mánuðum seinna, þann 7. september, 2006, fæddist dóttirin Dannielynn Hope Marshall Stern á Bahamaeyjum. Á fæðingarvottorði hennar var Howard K. Stern skráður faðir en eftir dauða Önnu hófst rifrildi á milli hans og Larry Birkhead. Ekki fyrr en rétt eftir fæðingu dótturinnar kom það í ljós hver faðirinn var. Lögfræðingur Önnu, Howard K. Stern, sagði að hann og hún hefðu átt í leynilegu sambandi í langan tíma. Faðernispróf var gert til þess að greiða úr ágreiningnum og niðurstaðan úr prófinu var að Larry Birkhead væri réttmætur faðir barnsins.

Anna deyr

breyta

Þann 8. febrúar 2007 fannst Anna meðvitundarlaus í hótelherbergi nr. 607 á hóteli í Flórída. Hún var flutt inn á spítala og lést um nóttina þá 39 ára gömul. Margar lífgunartilraunir voru gerðar en þær báru engan árangur. Síðasti maður sem sá Önnu lifandi var lífvörður hennar Big Moe. Hann var yfirheyrður af lögreglu og sagði að Anna hafi verið mjög ringluð en hún var á sýklalyfjum og öðrum lyfjum því að hún var slöpp. „Hún tók bara lyfin sem Howard lét hana fá“ sagði hann. Marga grunar að Howard beri ábyrgð á dauða Önnu. Síðar var það staðfest að Anna hefði dáið úr of stórum lyfjaskammti. Vegna ljóskuímyndar hennar og lífernis var dauða hennar líkt við andlát Marilyn Monroe.

Gröfin

breyta

Miklar deilur urðu um hvar ætti að grafa Önnu. Móðir Önnu sem hafði ekki séð dóttur sína í tólf ár vildi grafa hana í Houston heimabæ hennar en kærasti Önnu Howard K. Stern vildi grafa hana í Bahamaeyjum við hlið Daniels. Anna hafði keypt svæði við hliðina á gröf sonar síns. Það mátti sjá blika tár á hvarmi dómara þegar hann ákvað að Anna yrði jörðuð á Bahama eyjum. Móðir Önnu sagði að Howard væri að reyna að græða á þessu. Anna var jörðuð 2. mars 2007 tuttugu og tveim dögum eftir að hún lést. Orsök dauða voru sögð mörg. Anna hafði auglýst megrunarduft og hafði misst 30 kíló á stuttum tíma. Mikið af ferðamönnum fóru að heimsækja gröf Önnu og því voru ráðnir öryggisverðir til að gæta gröf hennar.

Kvikmyndir

breyta

Þær myndir sem Anna lék í og nöfn persónanna.

  • Illegal Aliens (2006), Lucy
  • „N.Y.U.K“ (2000), Dr. Anita Hugg
  • Skyscraper (1997) (V), Carrie Wisk
  • To the Limit (1995), Colette Dubois/Vickie Linn
  • Naked Gun 33 1/3: The Final Insult (1994), Tanya Peters
  • The Hudsucker Proxy (1994), Za-Za

Sjónvarpsþættir

breyta

Þeir þættir sem Anna kom fram í, lék aukahlutverk og nöfn persónanna.(- er nafn þáttarins)

  • The Anna Nicole show (26 þættir, 2001)
  • Ally McBeal, Myra Jacobs (1 þáttur, 1999)
  • Veronica's Closet, Donna (1 þáttur, 1999)
  • Sin City Spectacular (Prufu þáttur, 1998)

Tenglar

breyta