Urðakirkja
Urðakirkja | ||
Urðir (mars 2005) Árni Hjartarson | ||
Almennt | ||
Byggingarár: | 1902 | |
---|---|---|
Kirkjugarður: | Já | |
Arkitektúr | ||
Turn: | Enginn | |
Kirkjurýmið | ||
Altari: | Altaristafla eftir Arngrím málara | |
Urðakirkja er kirkjan að Urðum Svarfaðardal sem var byggð 1902 en gamla kirkjan hafði fokið í Kirkjurokinu haustið 1900 og brotnað í spón. Hún er turnlaus og í svipuðum byggingarstíl og hinar kirkjur dalsins, á Tjörn og Völlum. Urðakirkja var bændakirkja og það var Sigurhjörtur Jóhannesson bóndi á Urðum sem lét reisa kirkjuna og kostaði allmiklu til hennar. Í henni er altaristafla eftir Arngrím málara frá Gullbringu. Sigurhjörtur gaf söfnuðinum kirkjuna 1918. Gamall kirkjugarður er við kirkjuna en nýrri garður er á hæð upp af kirkjunni ofan þjóðvegar.
Urðasókn nær yfir allan innsta hluta dalsins frá Þverá og fram í Kot. Urðir hafa aldrei verið prestssetur, kirkjan var annexía frá Tjörn. Kirkjan var friðuð 1. janúar 1990.[1]
HeimildirBreyta
- Hjörtur Eldjárn Þórarinsson. „Svarfaðardalur og gönguleiðir um fjöllin“. Árbók Ferðafélags Íslands. () (1973): 9-119.
- Stefán Aðalsteinsson (1978). Svarfdælingar. Iðunn, Reykjavík.
NeðanmálsgreinarBreyta
- ↑ „Urðakirkja“. Sótt 18. janúar 2008.