Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu 1916

Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu 1916 var fyrsta skiptið sem Suður-Ameríkukeppnin í knattspyrnu, sem síðar fékk nafnið Copa América. Hún var haldin í Buenos Aires í Argentínu daga 2.-17. júlí, til að fagna hundrað ára sjálfstæðisafmæli landsins. Fjórar þjóðir sendu landslið til keppni sem léku öll hvert við annað. Úrúgvæ fór með sigur af hólmi.

Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu 1916
Brasilískt veggspjald um keppnina
Upplýsingar móts
MótshaldariArgentína
Dagsetningar2.–17. júlí
Lið4
Sætaröðun
Meistarar Úrúgvæ (1. titill)
Í öðru sæti Argentína
Í þriðja sæti Brasilía
Í fjórða sæti Síle
Tournament statistics
Leikir spilaðir6
Mörk skoruð18 (3 á leik)
Markahæsti maður Isabelino Gradín
(3 mörk)
1917

Leikvangarnir

breyta
Buenos Aires Avellaneda
Gimnasia y Esgrima Estadio Racing Club
Fjöldi sæta: 18.000 Fjöldi sæta: 30.000
 
 

Keppnin

breyta
 
Lið Úrúgvæ, fyrstu Suður-Ameríkumeistararnir.

Fyrsta markið í sögu Suður-Ameríkukeppninnar skoraði Úrúgvæmaðurinn José Piendibene í leik gegn Síle. Leikjafyrirkomulagið var óhefðbundið, til að mynda voru fyrstu þrír leikir mótsins allir með Síle. Þjálfari síleska liðsins tók svo að sér dómgæslu í þeim viðureignum sem eftir voru.

Úrúgvæska liðið innihélt þeldökka leikmenn, þar á meðal markakónginn Isabelino Grandín. Önnur lið álfunnar voru á þessum tíma einvörðungu skipuð hvítum leikmönnum og urðu svörtu leikmennirnir fyrir ýmis konar aðkasti og fordómum.

Eftir að Argentínumönnum mistókst að vinna sigur á Brasilíu í næstsíðasta leik keppninnar varð ljóst að Úrúgvæ nægði jafntefli í lokaleiknum til að verða meistari. Liðin mættu fyrst 16. júlí en flauta þurfti leikinn af eftir ólæti áhorfenda. Daginn eftir öttu þau kappi að nýju og gerðu markalaust jafntefli.

Sæti Lið L U J T Sk Fe Mm Stig
1   Úrúgvæ 3 2 1 0 6 1 +5 5
2   Argentína 3 1 2 0 7 2 +5 4
3   Brasilía 3 0 2 1 3 4 -1 2
4   Síle 3 0 1 2 2 11 -9 1
2. júlí 1916
  Úrúgvæ 4-0   Síle Gimnasia y Esgrima, Buenos Aires
Dómari: Hugo Gronda, Argentínu
Piendibene 44, 75, Gradín 55, 70
6. júlí 1916
  Argentína 6-1   Síle Gimnasia y Esgrima, Buenos Aires
Dómari: Sidney Pullen, Brasilíu
Ohaco 2, 75, J.D. Brown 60 (vítasp.), 62 (vítasp.), Marcovecchio 67, 81 Báez 44
8. júlí 1916
  Brasilía 1-1   Síle Gimnasia y Esgrima, Buenos Aires
Dómari: León Peyrou, Úrúgvæ
Demóstenes 29 Salazar 85
8. júlí 1916
  Argentína 1-1   Brasilía Gimnasia y Esgrima, Buenos Aires
Áhorfendur: 15.000
Dómari: Carlos Fanta, Síle
Laguna 10 Alencar 23
12. júlí 1916
  Úrúgvæ 2-1   Brasilía Gimnasia y Esgrima, Buenos Aires
Dómari: Carlos Fanta, Síle
Gradín 58, Tognola 77 Friedenreich 8
17. júlí 1916
  Úrúgvæ 0-0   Argentína Estadio Racing Club, Avellaneda
Dómari: Carlos Fanta, Síle

Heimildir

breyta