Stuart Christie

Stuart Christie (f. 10. júlí 1946 í Glasgow; d. 15. ágúst 2020) var skoskur anarkisti og rithöfundur. Hann gerðist anarkisti ungur að aldri og gekk í Anarkistabandalagið 1962, þá 16 ára gamall. Hann er frægastur fyrir tilræði við Francisco Franco árið 1964 en hann var handtekinn á Spáni með sprengiefni í farteskinu. Hann slapp naumlega við hálsjárnið vegna alþjóðlegs þrýstings og fyrir atbeini frægra manna á borð við Bertrand Russell og Jean-Paul Sartre. Hann gaf út sjálfsævisögu 2004 sem heitir Granny Made me an Anarchist þar sem þessum atburðum er lýst.