Steinasafn Sigurborgar og Sörens

Steinasafn Sigurborgar og Sörens er safn á Eskifirði. Steinasöfnunin hófst árið 1976. Söfnun hefur aðallega farið fram á Austurlandi, í Múlasýslum, en einnig í Þingeyjarsýslu og lítillega annars staðar á Íslandi.

Steinunum hafa safnað hjónin Sigurborg Einarsdóttir og Sören Sörensen heitins í frístundum sínum en auk þess hafa vinir og kunningjar gefið einstaka stein í safnið. Vinnslu og uppsetningu steinanna hafa hjónin annast. Skápa sem safnið er geymt í hefur Sveinn Auðbergsson smiður smíðað.

Safnið hefur að geyma ýmsar steinategundir svo sem: basalt, líparít, blágrýti, hraunsteina, gibs, baggalúta, perlustein, gabbró, granít, hrafntinnu, viðarsteina = tré- skelja og bobbasteina. Einnig jaspis, opal, bergkristall, kalsít, kalsedon, glerkalla, ametýst og seolíta svo sem geislasteina, skólisít, stílbít analism, kabasít, heulandít, thomsonit, apophallít og flúorít. Auk þess finnast fleiri steinategundir og erlendir steinar í safninu.

Tenglar breyta