Líparít, ljósgrýti eða rhýólít (ríólít) er súrt gosberg. Heitið er dregið af smáeynni Líparí rétt norður af Sikiley þar sem það finnst í þó nokkru magni.

Líparít
Efst er hrafntinna , fyrir neðan það er vikur og neðst til hægri er ljósgrýti eða rhýólít

Lýsing

breyta

Líparít er margvíslegt að lit en algengast er að það sé ljósgrátt, gulleit eða bleikt á litinn, litadýrðin stafar af jarðhitaummyndun. Kísilsýrumagn er yfir 67% og kristalgerð sést aðeins í smásjá. Oft dílótt og þá einkum af natríumríku feldspati en líka járnríku ágíti og ólivíni. Grunnmassi dulkornóttur og glerkenndur.

Steindir

breyta

Helstu steindir eru

Afbrigði

breyta

Ef líparítkvika storknar hægt í iðrum jarðar myndast grófkristallað granít, í grunnum innskotum fínkristallað granófýr. Við snögga kælingu í vatni myndast ekki kristallar og þá storknar bergkvikan eins og gler og myndar hrafntinnu.

Útbreiðsla

breyta

Líparít þekur um 2% af yfirborði Íslands og er Torfajökulssvæðið í Friðlandi að fjallabaki stærsta líparítsvæði landsins. Kvika líparíts er seigfljótandi og fer hægt yfir. Því ná líparíthraun yfirleitt skammt frá uppruna sínum og bergið verður straumflögótt. Þykkt hraunsins er oft á bilinu 50-100 m eða það hrúgast upp og myndar hraungúla. Líparít þolir veðrun illa og klofnar í misstórar flögur.

Heimild

breyta
  • „Hvað er líparít?“. Vísindavefurinn.
  • „Hvert er enska heitið á bergtegundinni líparít?“. Vísindavefurinn.
  • Kristján Sæmundsson og Einar Gunnlaugsson (1999) Íslenska steinabókin. ISBN 9979-3-1856-2
  • Þorleifur Einarsson (1994) Myndun og mótun lands: Jarðfræði. ISBN 9979-3-0263-1