Jaspis er steind og afbrigði af kalsedóni. Nafnið er ævafornt og má rekja til Biblíunnar.

Rauður jaspis

Lýsing

breyta

Jaspis er ógegnsær og hefur engan gljáa. Striklitur ýmiss konar, eftir aðkomuefnum í jaspisnum, sem oftast eru járnsambönd og leir. Hann er oftast gulur, grænleitur, rauður eða móleitur á litinn. Blár jaspis er til en er fágætur.

  • Efnasamsetning: SiO2
  • Kristalgerð: dulkristallaður
  • Harka: 7
  • Eðlisþyngd: 2,57-2,65
  • Kleyfni: engin

Útbreiðsla

breyta

Jaspis er stærsta holufylling er finnst á Íslandi. Stórar blokkir, allt að 50-100 kg, hafa fundist.

Viðarsteinn er vanalega úr jaspis.

Finnst í basalti og líparíti en er líka að finna í lögum. Þekktasti fundarstaður Hestfjall, Borgarfirði.

Heimild

breyta
  • Kristján Sæmundsson og Einar Gunnlaugsson (1999) Íslenska steinabókin. ISBN 9979-3-1856-2
   Þessi jarðfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.