Stórfursti
Sögulegur titill aðalsmanns í keisaradæmi
(Endurbeint frá Stórfurstynja)
Stórfursti (og stórfurstynja) er titill þjóðhöfðingja yfir stórfurstadæmi, sem að nafninu til heyrði undir keisara, en þótti æðri venjulegum fursta. Titillinn var einkum notaður í Mið- og Austur-Evrópu, þar á meðal í Litáen, Transylvaníu og Finnlandi.
Engir sjálfstæðir stórfurstar eru lengur til. Þegar síðustu stórfurstadæmin hurfu í kjölfar Fyrri heimsstyrjaldarinnar, höfðu þau þegar um langt skeið verið undir yfirráðum annarra ríkja, og stórfurstatitillinn aðeins formlegur hluti í titlaskrá þjóðhöfðingja.