Hertogi

Aðalstitill lægri keisara, konungi eða fursta
(Endurbeint frá Hertogaynja)

Hertogi og hertogaynja (úr fornlágþýsku: hėritogo „herforingi“; sbr. fornháþýsku: hėrizogo, „herforingi“) eru aðalstitlar sem oft hafa verið æðstu aðalstitlar landa, næst á eftir konungi og drottningu. Upphaflega var titillinn notaður af Rómverjum yfir herforingja (latína: Dux Bellorum). Á miðöldum var hertogi aðalsmaður sem ríkti yfir sveitahéraði, hertogadæmi, og var æðri greifum sem ríktu í borgum. Með einveldinu varð titill hertoga að heiðurstitli án yfirráða yfir landi með þeirri undantekningu að Lúxemborg var gerð að stórhertogadæmi í kjölfar Napóleonsstyrjaldanna.

Aðalstitlar
Kóróna fursta í hinu Heilaga rómverska ríkis
Keisari og keisaraynja
Kóngur og drottning
Stórhertogi og stórhertogaynja
Stórfursti og stórfurstynja
Fursti og furstynja
Prins og prinsessa
Erkihertogi og erkihertogaynja
Hertogi og hertogaynja
Markgreifi og markgreifynja
Greifi / jarl og greifynja
Vísigreifi og vísigreifynja
Barón / fríherra og barónessa
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.