Barón
aðalstitill ýmissa Evrópuríkja
Barón eða fríherra og barónessa (úr frankversku: baro, „frjáls maður“) eru aðalstitlar. Barón er lægsti titillinn sem tilheyrir lendum aðli eða háaðli. Neðan við stöðu baróns er lágaðallinn, riddarar og skjaldsveinar. Í Bretlandi var barón upphaflega landeigandi sem svarið hafði konungi trúnaðareið.
Baróns-/fríherratitlar voru teknir upp í Svíþjóð 1561 og í Dansk-norska ríkinu árið 1671.
Orðið er komið úr frönsku en er aftur germanskt tökuorð í frönsku sbr. forn-háþýska baro, vígdjarfur maður og er raunar skilt sagnorðinu berja.