Stórhertogi
konunglegur titill sem gengur næst konungum
(Endurbeint frá Stórhertogaynja)
Stórhertogi og stórhertogynja eru aðalstitlar sem eru aðallega notaðir í Vestur-Evrópu yfir sjálfstæða höfðingja yfir stórum héruðum eða fylkjum. Samkvæmt hefðinni heyrir stórhertogi undir konung. Stórfursti er í sumum löndum sambærilegur titill. Titillinn hefur líka sums staðar verið notaður sem kurteisistitill (án þess að í honum felist raunveruleg landaforráð) barna þjóðhöfðingja.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Stórhertogi.