Prins

sonur konunglegs þjóðhöfðingja eða titill aðalsmanns sem gengur næstur konungi

Prins og prinsessa (úr latínu princeps, „fyrstur“ sbr. fursti) eru heiti barna þjóðhöfðingja eða eiginmanns/eiginkonu ríkjandi drottningar eða konungs. Prins og prinsessa sem eru næst í röðinni að hásætinu eru kölluð krónprins/krónprinsessa. Hugtakið á rætur að rekja til rómverska lýðveldisins þar sem leiðtogi öldungaráðsins var oft kallaður princeps. Þennan titil tók fyrsti keisari Rómaveldis (og heimsins), Ágústus, upp og notaði ásamt öðrum titlum.

Aðalstitlar
Kóróna fursta í hinu Heilaga rómverska ríkis
Keisari og keisaraynja
Kóngur og drottning
Stórhertogi og stórhertogaynja
Stórfursti og stórfurstynja
Fursti og furstynja
Prins og prinsessa
Erkihertogi og erkihertogaynja
Hertogi og hertogaynja
Markgreifi og markgreifynja
Greifi / jarl og greifynja
Vísigreifi og vísigreifynja
Barón / fríherra og barónessa

Sum staðar hefur tíðkast að ríkisarfi fái einnig titil eins og í tilviki ríkisarfanna í Bretlandi (prinsinn af Wales) og á Spáni (prinsinn af Astúrías). Algengara er að ríkisarfar fái einfaldlega lén með þeim titlum sem þeim fylgja. Friðrik krónprins Danmerkur er þannig til dæmis greifi af Monpezat.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.