Sikileyjarvörn, Scheveningen afbrigði

Scheveningen afbrigðið var eitt af algengustu afbrigðum sikileyjarvarnar. Afbrigðið einkennist af því að miðborðspeð svarts eru staðsett á e6 og d6-reitunum. Garry Kasparov reyndist mjög sikursæll með afbrigðið í vopnabúri sínu og notaði hann það meðal annars til þess að sigra á heimsmeistaramótinu í skák. Afbrigðið heitir eftir Scheveningen, hverfi í Haag og kemur upp eftir leikina:

abcdefgh
8
a8 svartur hrókur
b8 svartur riddari
c8 svartur biskup
d8 svört drottning
e8 svartur konungur
f8 svartur biskup
h8 svartur hrókur
a7 svart peð
b7 svart peð
f7 svart peð
g7 svart peð
h7 svart peð
d6 svart peð
e6 svart peð
f6 svartur riddari
d4 hvítur riddari
e4 hvítt peð
c3 hvítur riddari
a2 hvítt peð
b2 hvítt peð
c2 hvítt peð
f2 hvítt peð
g2 hvítt peð
h2 hvítt peð
a1 hvítur hrókur
c1 hvítur biskup
d1 hvít drottning
e1 hvítur konungur
f1 hvítur biskup
h1 hvítur hrókur
8
77
66
55
44
33
22
11
abcdefgh
Sikileyjarvörn, Scheveningen afbrigði:
Leikir: 1.e4 c5 2.Rf3 d6 3.d4 cxd 4.Rxd4 Rf6 5.Rc3 e6
ECO kóði: B80-B89
Sikileyjarvörn, Scheveningen afbrigði.
1. e4 c5
2. Rf3 d6
3. d4 cxd4
4. Rxd4 Rf6
5. Rc3 e6

Athugið að hægt er að leika 2...e6 og 5...d6 því þá kemur upp sama staða og sýnd er að ofan. Algengt er að fresta því að leika 5...e6 og leika 5...a6 í staðinn til þess að koma í veg fyrir Keres árás, sem nú er talin helsta vopnið gegn Scheveningen afbrigðinu.

Scheveningen afbrigðið er eitt elsta afbrigði sikileyjarvarnar og var því fyrst leikið í Berlín 1881 í skákinni Chigorin - Paulsen[1]. Þar er afbrigðinu leikið óvenjulega á þann hátt að ...d6 er ekki leikið fyrr en í ellefta leik.

Árið 1943 varð bylting í sögu Scheveningen afbrigðisins. Í skákinni Keres - Bogoljubov í Salzburg [2] setti Keres fram nýtt afbrigði 6.g4.

Keres skrifaði skýringu á þessu: „Þessi athyglisverða hugmynd kom upp í hugann á mér á meðan leiknum stóð. Í þessari stöðu var oft leikið 6.g3, fylgt eftir með Bg2 en árás á kóngsvæng var væntanleg seinna með leiknunum f4 og svo g4. Ég fékk flugu í höfuðið; Hvers vegna ekki að spara leik og leika strax g4?“

Árásin fékk nafnið Keres árás en hún naut ekki almennra vinsælda fyrr en 10 árum síðar. Nú til dags er litið á Keres árásina sem mótsvar Scheveningen afbrigðisins. Oft er sú leið valin að tefla Najdorf afbrigði en leika e6 í stað e5 og fá þannig Scheveningen stöðu.

Hugmyndafræði

breyta

Það skiptir yfirleitt miklu meira máli að þekkja hugmyndirnar á bak við byrjanirnar í staðinn fyrir að kunna afbrigðin utanbókar. Eins og í flestum öðrum sikileyjarvörnum þá sækist svartur aðallega eftir gagnárás á drottningarhelming borðsins og þá sérstaklega c-línunni. Riddari hvíts á c3 er því yfirleitt byrjunarskotmark svarts því hann er fyrir c-peði hvíts og þess vegna er skiptamunsfórnin ...Hxc3 algeng. Í rólegri afbrigðunum stefnir svartur að því að klára liðsskipan sína fljótt með leikjum eins og: ...Be7, ...0-0, Dc7 og einhverskonar samsetningu af ...a6, ...Bd7 og ...Rc6.

Peðakeðjan

breyta
abcdefgh
8
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
8
77
66
55
44
33
22
11
abcdefgh
Dæmigerð peðastaða í Scheveningen afbrigðinu.

Peðastaða svarts

breyta

Í Scheveningen afbrigðinu hefur svartur mjög góða peðastöðu sem er ein af ástæðunum fyrir því hversu öruggt og áreiðanlegt Scheveningen afbrigðið er. Hér eru nokkur dæmi um það:

  • Svartur hefur tvö miðborðspeð en hvítur aðeins eitt.
  • Svartur hefur þann möguleika að leika ...d5 til þess að skipta upp eina miðborðspeði hvíts eða búa sér til frelsingja.
  • Á hálfopnu línunni sinni hefur svartur sex reiti á sínu valdi (c8-c3) en hvítur efur aðeins fimm (d1-d5).

Þess ber hins vegar að geta að d6-peð svarts verður oft hentugt skotmark hvítu mannanna sem sækja upp eftir d-línunni.

Þegar svartur leikur ...a6 í Scheveningen afbrigðinu hefur það oft fleiri en eina ástæðu en hér eru nokkrar þeirra:

  • Leikurinn kemur í veg fyrir að hvítur riddari komist á b5-reitin þar sem hann væri fær um að hóta d6-peði svarts.
  • Leikur gerir svörtum kleift að leika ...b5 sem er oftast fyrsti liðurinn í gangárás svarts.
    • Oft er mögulegt að leika b5-peðinu áfram og hóta þannig riddaranum á c3 sem sér um að valda e4-peðið. Þetta er oft stórt hlutverk í áætlun svarts.

Peðastaða hvíts

breyta

Í Scheveningen afbrigðinu hefur hvítur yfirleitt ekki góða peðastöðu:

  • C-peð hvíts er oftast undir stöðugri pressu frá hrók og/eða drottningu á c-línunni.
  • E-peð hvíts verður gjarnan skotmark og það þarf þá að verja.
    • Ef hvítur ákveður að leika f4 ásamt e4 þurfa bæði peð varnir. Ef annað af þessum peðum færist áfram (e4-e5 eða f4-f5) hefur hvítur litla von um að bæta peðakeðjuna sína. Í fyrsta lagi í endataflinu.

Afbrigði

breyta

Hvítur hefur aragrúa afbrigða til að velja úr. Eftirtalin afbrigði eru í vinsældarröð:

Keres árás (6.g4)

breyta
abcdefgh
8
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
8
77
66
55
44
33
22
11
abcdefgh
Eitt af markmiðum Keres árásarinnar er að hrekja riddarann burt frá f6. Hér er staðan eftir: 6.g4 Rc6 7.g5 Rd7 8.h4

Hvítur hefur nokkrar leiðir til árásar gegn Scheveningen afbrigðinu en helst þeirra er Keres árásin sem heitir eftir eistneska stórmeistaranum Paul Keres. Margir sem leika Scheveningen afbrigði breyta um leikjaröð til þess eins að forðast Keres árásina enda hefur hún framúrskarandi vinningshlutfall [3].

Upphaflega hugmyndin með afbrigðinu var að spara tíma en áður hafði verið leikið g3, f4, og svo g4. Þá var afbrigðið oft meðhöndlað á sama hátt og ef 6.g3 hefði verið leikið. Nú er markmið hvíts að leika g5 og hrekja þannig f6-riddarann burt til þess að losa um tök svarts á miðborðinu. vítur reynir að langhrókera sem fyrst og beitir hann svo h-, g- og f-peðum sínum gegn svarta kónginum eða fórnar þeim til þess að opna línur fyrir hrókana.

Ef svartur leikur Scheveningen afbrigðinu eftir hefðbundinni leikjaröð er Keres árásin fyrsta val nánast allra sem þekkja til hennar og önnur afbrigði helst notuð til þess að koma andstæðingnum í opna skjöldu.

Eftir 6.g4 er aðalafbrigðið 6...h6 en svartur hefur þó nokkra hliðarlínur til þess að velja úr. Þær eru: 6...a6, 6...Rc6, 6...Be7 þar sem næsti leikur hvíts er g5 til þess að hóta riddaranum. Afbrigðin 6...e5 og 6...d5?! hafa skotið upp kollinum öðru hverju en þau eru álitin vafasöm.

Ensk árás (6.Be3/6.f3)

breyta
abcdefgh
8
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
8
77
66
55
44
33
22
11
abcdefgh
Perenyi gambítur:

6.Be3 a6 7.g4 e5 8.Rf5 g6 9.g5!?

Enska árásin hefur á síðustu áratugum orðið gríðarlega vinsælt vopn gegn sikileyjarvörn en hún finnst aðallega í Scheveningen afbrigðinu, Najdorf afbrigði þar sem hún kallast einnig ensk árás og í drekaafbrigðinu þar sem hún kallast Júgóslavísk árás. Enska árásin hefur nafn sitt frá ensku stórmeisturun John Nunn, Nigel Short og Murray Chandler sem voru fyrstir til að rannsaka og beita ensku árásinni gegn öðrum afbrigðum en drekanum. Nú til dags er enska árásin algengasta vopnið gegn drekaafbrigðinu, Najdorf afbrigðinu og mjög ofarlega á lista gegn Scheveningen.

Hugmynd hvíts er að skipa mönnunum sínum á eftirfarandi hátt: Be3, f3, Dd2, 0-0-0, g4 og svo heldur árásin áfram með sókn peðanna á kóngsvæng. Þannig er algengasta framhaldið 6...a6 7.f3 en einnig er hægt að leika 7.Be2 og fá þannig upp Klassíska afbrigðið eða leika 7.g4 þar sem staðan verður mjög flókin eftir 7...e5 8.Rf5 g6 8.g5 gxf6 9.exf5 en níundi leikur hvíts kom ekki fram á sjónarsviði fyrr en árið 1978 í skákinni Perenyi - Mokry [4] og hlaut níundi leikur hvíts þar með nafnið Perenyi gambítur

Svartur hefur engan tíma til þess að verjast í rólegheitum og sækist því eftir gagnárás sem beinist að kóngi hvíts. Gagnárásin hefst yfirleitt á leikjunum ...a6 og ...b5 og í kjölfarið koma leikir eins og: ...Bb7, ...Dc7, ...Hc8 og framrás a- og b-peðanna. Algengt er að leikmenn fórni peðum eða jafnvel mönnum eða skiptamun til þess að opna línur fyrir árásina.

Klassíska afbrigðið (6.Be2 a6)

breyta

Sozin árás (6.Bc4)

breyta

Þetta er álitin ein af árásarlínum hvíts gegn Scheveningen afbrigðinu. Eftir 6.Bc4 hefur svartur þann möguleika að leika 6...a6 og fá þannig sömu stöðu og kemur upp í Fischer-Sozin árás geng Najdorf afbrigðinu eða Velimirović árás gegn klassíska afbrigðinu.

Matanovic árás (6.f4)

breyta

Matanovic árás er einnig þekkt undir nafninu Tal afbrigðið sem kennt er við Mikhail Tal þrátt fyrir að hið raunverulega Tal afbrigði komi ekki upp fyrr en í áttunda leik Matanovic árásarinnar (6.f4 Rc6 7.Be3 Be7 8.Df3). Matanovic árásin heitir eftir serbneska stórmeistaranum Aleksandar Matanović. Matanović tefldi afbrigðið átta sinnum og afrekaði það að tapa aldrei með því en hins vegar gerði hann þrjú jafntefli. Afbrigðið er það fimmta vinsælasta gegn Scheveningen afbrigðinu og hefur það orðið fyrir vali merkra skákmanna eins og Ivanchuk, Alekseev, Kamsky og auðvitað Mikhail Tal sem Tal afbrigðið er kennt við.

Þar sem hvítur hefur leikið f4 er erfitt fyrir hann að koma kóngnum í skjól kóngsmegin svo algengast er að hvítur hrókeri langt og stefni að peðasókn á kóngsvæng á meðan hrókurinn á d1 sér hvítum fyrir stöðugri pressu á miðborðinu. Svartur leikur yfirleitt 6...a6, 6...Be7 eða 6...Rc6. Afbrigðið getur orðið frekar tvíeggjað eins og sés í skákinni Mikhalchishin - Kasparov, Tbilisi, 1978 [5]

Önnur afbrigði

breyta

Nokkur afbrigði eru teflanleg en samt sem áður sjaldgæf eða úr tísku. Helst þeirra eru:

Það er rökrétt að koma biskupnum fyrir á g5 þar sem hann leppar f6-riddarann og léttir þar með pressunni af miðborðinu. Nokkrir stórmeistarar hafa leikið afbrigðinu en meðal þeirra er Shirov. Gallinn við afbrigðið er að af báðir aðilar hrókera kóngsmegin þá er g5-biskupinn að einhverju leyti fyrir árás hvíts auk þess sem erfiðara reynist fyrir hvítan að leika f4 verður hann að fara mjög varlega þegar kemur að því.

Svartur hefur það val að leika 6...a6 sem verður að gamla aðalafbrigði Najdorf afbrigðis, 6...Rc6 sem verður að Richter-Rauzer árásinni eða 6...Be7 sem er algengasta val svarts í stöðunni. Eftir 6...Be7 er algengasta framhaldið 7.Dd2 a6 8.0-0-0 þar sem svartur leikur ...b5, ...Bb7, ...Dc7 og ...0-0.

Fianchetto afbrigðið (6.g3)

breyta

Vitolins afbrigði (6.Bb5+)

breyta

Þetta afbrigði kallast Vitolins afbrigði og er nefnt eftir lettneska stórmeistaranum Alvis Vitolinš. Vitolinš beitti afbrigðinu alls ellefu sinnum með árangrinum 50% (4 töp, 3 jafntefli og 4 sigrar). Velimirovic notaði afbrigðið einnig gegn Hulak í Sarajevo, 1984 [6] og bar sigur úr bítum.

Stórmeistarar hafa verið að velja annaðhvort 6...Bd7 og skipta þannig upp á hvítreita biskupunum eða 6...Rbd7 þar sem svartur hefur biskupaparið ef hvítur ákveður að skipta upp á d7.

Tengt efni

breyta

Frekari lestur

breyta
  • Safn skáka Kasparovs[7]
  • Craig Pritchett (2006). Sicilian Scheveningen. Everyman Chess. ISBN 9781857444131.
  • Jon Kinlay (1981). Sicilian: Keres Attack. Batsford. ISBN 0713421398.

Heimildir

breyta

Tenglar

breyta
  1. http://www.chessgames.com/perl/chessgame?gid=1036260
  2. http://www.chessgames.com/perl/chessgame?gid=1031121
  3. http://www.chessgames.com/perl/explorer?node=2790691&move=6.5&moves=e4.c5.Nf3.d6.d4.cxd4.Nxd4.Nf6.Nc3.e6.g4&nodes=21720.32033.32034.32069.32070.32071.32072.32073.32074.162521.2790691
  4. http://www.chessgames.com/perl/chessgame?gid=1301706
  5. http://www.chessgames.com/perl/chessgame?gid=1069758
  6. http://www.chessgames.com/perl/chessgame?gid=1291586
  7. http://www.chessgames.com/perl/chessplayer?pid=15940