Sarajevó
Sarajevó (með kýrillísku letri: Сарајево; framburður: ⓘ) er höfuðborg og stærsti þéttbýliskjarni Bosníu og Hersegóvínu. Árið 2013 var áætlaður íbúafjöldi borgarinnar 275.000 manns.
Sarajevó
Сарајево | |
---|---|
Hnit: 43°51′23″N 18°24′47″A / 43.85639°N 18.41306°A | |
Land | Bosnía og Hersegóvína |
Stofnun | 1461 |
Stjórnarfar | |
• Borgarstjóri | Benjamina Karić |
Flatarmál | |
• Samtals | 141,5 km2 |
Hæð yfir sjávarmáli | 550 m |
Mannfjöldi (2013) | |
• Samtals | 275.524 |
• Þéttleiki | 1.900/km2 |
Tímabelti | UTC+1 (CET) |
• Sumartími | UTC+2 (CEST) |
Póstnúmer | 71000 |
Svæðisnúmer | +387 33 |
Vefsíða | www |
Sarajevo er staðsett í Sarajevodal í Bosníuhéraði í dínarísku ölpunum. Áin Miljacka rennur í gegnum borgina.
Saga Sarajevo er viðburðarík. Árið 1885 varð Sarajevo fyrsta borg Evrópu og önnur borg í heimi til að taka í notkun rafrænt sporvagnakerfi í allri borginni. Árið 1914 var Frans Ferdinand erkihertogi af Austurríki myrtur í borginni og varð það kveikjan að fyrri heimsstyrjöldinni. Árið 1984 voru vetrarólympíuleikarnir haldnir í Sarajevo. Árin 1992-1996 ríktu umsátursástand og blóðugt stríð í borginni í kjölfar sjálfstæðisyfirlýsingar Bosníu og Hersegóvínu. Hátt í 10.000 manns féllu og um 56.000 manns særðust í sprengjuárásum og árásum leyniskyttna á borgara á meðan á umsátrinu stóð, auk þess sem stór hluti borgarinnar var lagður í rúst.