Sikileyjarvörn, klassískt afbrigði

Klassíska afbrigði sikileyjarvarnar er með vinsælustu afbrigðum sikileyjarvarnar. Afbrigðið er mjög vinsælt meðal stórmeistara og meðal þeirra sem hafa notað það oft eru: Kasparov, Anand, Kramnik, Karpov og lengi mætti áfram telja. Hugmyndin á bak við afbrigðið er að svartur kemur riddaranum sínum strax á sinn náttúrulega stað og bíður með að koma svartreita biskupnum sínum í spil.

abcdefgh
8
a8 svartur hrókur
c8 svartur biskup
d8 svört drottning
e8 svartur konungur
f8 svartur biskup
h8 svartur hrókur
a7 svart peð
b7 svart peð
e7 svart peð
f7 svart peð
g7 svart peð
h7 svart peð
c6 svartur riddari
d6 svart peð
f6 svartur riddari
d4 hvítur riddari
e4 hvítt peð
c3 hvítur riddari
a2 hvítt peð
b2 hvítt peð
c2 hvítt peð
f2 hvítt peð
g2 hvítt peð
h2 hvítt peð
a1 hvítur hrókur
c1 hvítur biskup
d1 hvít drottning
e1 hvítur konungur
f1 hvítur biskup
h1 hvítur hrókur
8
77
66
55
44
33
22
11
abcdefgh
Sikileyjarvörn, klassíska afbrigðið:
Leikir: 1.e4 c5 2.Rf3 d6 3.d4 cxd 4.Rxd4 Rf6 5.Rc3 Rc6
ECO kóði: B57-B69

Afbrigðið getur komið upp með tveim leikjaröðum. Þær eru:

1.e4 c5
2.Rf3 d6
3.d4 cxd4
4.Rxd4 Rf6
5.Rc3 Rc6

eða

1.e4 c5
2.Rf3 Rc6
3.d4 cxd4
4.Rxd4 Rf6
5.Rc3 d6

Hér hefur hvítur nokkra möguleika og þá helst 6.Bg5 (Richter-Rauzer árás), 6.Bc4 (Velimirovic/Sozin árás) eða 6.Be2 (Boleslavsky afbrigði).

Afbrigði breyta

abcdefgh
8
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
8
77
66
55
44
33
22
11
abcdefgh
Richter-Rauzer árás eftir: 6.Bg5 e6 7.Dd2 Be7 8.0-0-0 0-0

Richter-Rauzer árás (6.Bg5) breyta

Richter-Rauzer árásin er algengasta afbrigðið af klassískri sikileyjarvörn. Árásin einkennist af sjötta leik hvíts, 6.Bg5. Leikurinn 6.Bg5 er eignaður Kurt Richter. Samkvæmt ChessBase kom afbrigðið þó fyrst fram árið 1905 í skákinni Mueller - Gregory sem tefld var í Barmen. Skákin er þó viðvaningsleg og ómarktæk. Tuttuguogsjö ár liðu þar til Richter beitti afbrigðini sjálfur en það var árið 1932 gegn Ludwig Roedl í Świnoujście [1] og lauk þeirri skák með jafntefli. Richter lék afbrigðinu fimm sinnum á hvítt með árangrinum 40% (2 jafntefli, 2 töp og 1 sigur). Vsevolod Rauzer kynnti til sögunnar áætlun sem enn er stuðst við í dag. Áætlunin gengur út á að koma drottningunni fyrir á d2 og hrókera langt. Þetta er sú hugmynd sem liggur að baki afbrigðinu enn þann dag í dag þó svo að hugmynd Rauzers sé frá fjórða áratug tuttugustu aldar.

Hugmyndin á bak við 6.Bg5 er að takmarka spil svarts á miðborðinu en einnig kemur leikurinn í veg fyrir að svartur skipti úr klassíska afbrigðinu í drekaafbrigði (...g6) vegna þess að eftir 6.Bg5 g6?! 7.Bxf6 dxf6. Hér er peðastaða svarts í rúst og hafa ber í huga að peðastaðan getur verið mikill áhrifsvaldur í endataflinu. Eins og flestar opnar sikileyjarvarnir einkennist Richter-Rauzer árásin af pressu hvíts eftir d-línunni og svartur spilar eftir hálfopnu c-línunni.

Eftir 6.Bg5 er lang algengast að leika 6...e6 7.Dd2 til þess að undirbúa langhrókeringu og þar með byggja upp þrýsting eftir d-línunni. Hér hefur svartur tvo helstu möguleika: 7...a6 þar sem hugmyndin er að leika ...Bd7 og þar með undirbúa ...b5. Hinn möguleikinn er að leika 7...0-0 þar sem oft myndast einskonar "kapphlaup" þar sem markmiðið er að láta peðastorm skella á kóngsstöðu andstæðingsins.


abcdefgh
8
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
8
77
66
55
44
33
22
11
abcdefgh
Hin flugbeitta Velimirović árás eftir: 6.Bc4 e6 7.Be3 Be7 8.De2 a6 9.0-0-0 0-0

Velimirović/Sozin árás (6.Bc4) breyta

Eftir 6.Bc4 leikur hvítur yfirleitt 6...e6 og eftir 7.Be3 Be7 hefur hvítur það val að hrókera kóngsmegin en það afbrigði kallast Sozin árás eftir rússneska meistaranum Veniamin Sozin. Hins vegar getur hvítur hrókerað drottningarmegin þar sem yfirleitt er leikið De2 og svo 0-0-0. Þessi aðferð kallast Velimirović árás eftir hinum serbneska Dragoljub Velimirović. Velimirović árásin er flugbeitt byrjun og svartur reynir oft að komast hjá henni með því að leika 6...Db6 í stað 6...e6.

Boleslavsky afbrigðið (6.Be2) breyta

Boleslavsky afbrigðið heitir eftir Isaac Boleslavsky og er að nokkru leyti ólíkt 6.Bg5 og 6.Bc4 afbrigðunum. Þar sem leikurinn 6.Be2 gerir ekki neinskonar tilkall til d5-reitsins er svörtum frjálst að leika 6...e5! Þá er leikið 7.Rb3 eða 7.Rf3 en svartur þarf ekki að óttast 7.Rdb5 þar sem nú þegar er búið að leika d6.

Helsta áætlanir hvíts er að leika f4 og/eða Bf3 og reyna þannig að spila á kóngsvængnum. Svartur getur aftur á móti nýtt sér það að 6.Be2 gerir ekkert sérstakt við d5-reitinn og stefnt að miðborðssprengingunni ...d5.


Tengt efni breyta

Tilvísanir breyta

Heimildir breyta

  • ChessBase 9.0
  • Kopec, Danny (2001). Mastering the Sicilian. Batsford. ISBN 0713484829.
  • Nunn, John (1984). Beating the Sicilian. Batsford. ISBN 0713408995.
  • Harding, T.D. og Markland, P.R. (1976). Sicilian:...e5. Batsford. ISBN 0713432098.