Sigmar Vilhjálmsson

Sigmar Vilhjálmsson oftast kallaður Simmi eða Simmi Vill (fæddur 3. janúar 1977 á Egilsstöðum) er íslenskur sjónvarpsmaður, fjölmiðlamaður og athafnamaður. Hann er sonur íþróttamannsins Vilhjálms Einarssonar. Simmi byrjaði feril sinn með vini sínum Jóhannesi Ásbjörnssyni í þáttunum 70 á Mónó (1999 - 2000). Árið 2000 byrjuðu þeir félagar með þáttinn 70 mínútur. Simmi hætti í þættinum árið 2003 og varð kynnir í Idol stjörnuleit með Jóa. Seríurnar urðu fjórar frá 2003 - 2009. 2009 byrjuðu þeir Jói með þáttinn Simmi og Jói á Bylgjunni og varð þátturinn á dagskrá til 2013.

Árið 2010 opnuðu þeir Hamborgarafabrikkuna. Sigmar átti einnig Keiluhöllina.

Árið 2020 opnaði Sigmar Minigarðinn, minigolf-afþreyingarstað. [1]

Einkamál breyta

Sigmar var giftur frá 1998 - 2016 en skildi í nóvember 2016.

Tilvísun breyta

  1. „Minigarðurinn opnar um mánaðamótin: „Afþreying innandyra þarf að vera til" - Vísir“. visir.is. Sótt 29. september 2020.